Skírnir - 01.01.1921, Page 155
146
TJm innlenda menning og útlenda.
[Skírnir
og meiri og víðtækari þekkingu. En námsgreinarnar, sem
háskólinn veitir tilsögn í, eru svo örfáar, — læknisfræði,
lögfræði, guðfræði, íslensk saga og íslensk málfræði, —
að engum mun dyljast, að hann getur ekki einusinni að
hálfu leyti fullnægt þörfum þjóðarinnar. Svo að það er
ekki viðlit, að hann geti komið í staðinn fyrir Hafnarhá-
skóla, sem um langan aldur hefir verið í stöðugri framför
og uppgangi. Þar er nú veitt fræðsla og leiðsögn um flest
svið mannlegrar þekkingar, og þar hafa þó nálega a 11 i r
ÍBlenskir stúdentar átt vísan griðastað, alt fram á síðustu
stundir. En hvert eiga þeir íslenskir stúdentar nú að
flýja, sem ekkí vilja leggja stund á neina þá fræðigrein,
sem kend er við háskólann hjer i Reykjavík? —----------------
Háskóla Islands vildi óvænt happ til, þegar Sáttmála-
sjóðurinn var iagður til hans. öllum mun kunnugt, hvernig
sjóður þessi er til orðinn. Hann er ’stofnaður samkvæmt
14. gr. sambandslaganna, »í því skyni að efla andlegt
samband milli Danmerkur og íslands, styðja íslenskar
vísindarannsóknir og aðra vísindastarfsemi, og styrkja ís-
lenska námsmenn*. Annar sjóður var samtímis stofn-
settur i Danmörku, og er ætlunarverk hans nákvæm-
lega hið sama. Innstæða hvors sjóðsins er ein miljón
króna.
í stofnskrá íslenska sjóðsins er gerð nánari grein
fyrir tilgangi hans. 2. gr. hennar hljóðar svo:
l>Ti]gangur ajóSsins er:
1. Að efla andlegt samband Danmerkur og íslands, svo
sem með því »að styðja að útgáfu vísindarita, er varða bæði ríkin,
og fræðirita um hvort landið um sig, veita styrk til fyrirlestra-
halds um annað landið í hinu, til að snúa íslenskum ritum á
dönsku og dönBkum á íslensku, að styðja danBka stúdenta til náms
í fslenskum fræðum fornum og nýjum við Háskóla íslands, styðja
íslenska menn til vísindaiðkana í Danmörku o. s. frv.
2. A ð styðja íslenska vísindastarfsemi, svo sem frumlegar
vísindarannsóknir, útgáfu vfsindarita, veita styrk til safna og rann-
sókuaritofa, til bókakaupa Háskólans og útgáfu kenslubóka handa