Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 157
148 Um innlenda menning og útlenda. [Skírnir
bjargað sjer á danska bók, — svo örngt er »andlega sam-
bandiðc, að því er til Islendinga kemur. En um fyrir-
lestraferðirnar er það að segja, að öll líkindi eru til, að
þær verði oftast ekki annað en gagnslitlar snattferðir,
sem gefa framgjörnum og fengsælum mönnum gott tæki-
færi til þess að krækja sjer í bitling.
Eu þann höfuðgalla, sem er á stofnskránni, verður
þó að rekja til 14. greinar sambandslaganna. Sú grein
gerir að vísu ráð fyrir, að íslenskir námsmenn verði
styrktir, en þó er það atriði nefnt síðast meðal hlutverka
hinna fyrirhuguðu sjóða. En jeg hygg að margir munu
lita 8vo á, að það hefði einmitt átt að vera aðalhlutverk
hins islenska sjóðs og sitja i fyrirrúmi fyrir öllu öðru.
Sambandslögin bökuðu einum flokki manna hjer á
landi tjön, og að eins einum flokki manna. En það voru
íslenskir stúdentar. Garðstyrkurinn fjell í burtu og þar
með einkavon margra ungra, en fátækra manna um að
geta orðið aðnjótandi betri mentunar en hjer á landi er
að fá. Ef satt skal segja virðist mjer, að þessir menn
eigi heimting á, að þeir sjeu ekki látnir gjalda þess,
að sjálfstæði landsius var viðurkent. Alþingi hefir og
litið svo á, að skylda bæri til að liðsinna þeim stúdent-
um, sem ætla sjer að leggja stund á einhverja þá náms-
grein, sem ekki er kend við háskólann hjer. Hefir þeim
því verið lagt nokkurt fje af landssjóði, en mjög er sá
styrkur af skornum skamti, 8000 kr. alls. Hefir alþingi mælt
svo fyrir, að engum námsmanni megi veita meira en 1200 kr.
á ári, og að enginn megi njóta styrksins lengur en í 4
ár. Auðvitað hefir hverjum eyri af þessari fúlgu þegai'
verið úthlutað, — það munu nú sem stendur vera 10
stúdentar, sem hlotið hafa happdrættið, en að eins tveim
þeirra hefir hlotnast 1000 kr. styrkur, allir hinir hafa
fengið minna. Þessum 8000 kr. er því ráðstafað fyrst um
sinn, því að vænta má, að hver styrkþegi fái að halda
sinni ögn í 4 ár, ef honum endist líf til og hann vinnur ekk-
ert sjerstakt til saka. Þetta er þá allur sá utanfarar-