Skírnir - 01.01.1921, Side 158
Skirnir]
TJm innlenda menning og útlenda.
149
styrkur, sem íslenskir stúdentar hafa borið úr býtum, í
staðinn fyrir Garðstyrkinn. Þeir stúdentar, sem þetta árið
útskrifast, geta t. d ekki gert sjer von um einnar krónu
fjárveitingu til siglingar, svo að ef einhverir þeirra hafa
ekki tilhneigingu til þess að leggja stund á neina þá
fraeðigrein, sem hjer er kend, þá standa þeir uppi i vand-
raeðum, og vita, ef satt skal segja, alls ekki hvað þeir
eiga af sjer að gera. Þeim eru allar bjargir bannaðar og
allar leiðir lokaðar. En af háskólaráðinu er það að segja,
að það hefir ákveðið, að orðin »íslenskir námsmenn* í 2.
gr. stofnskrárinnar eigi ekki við aðra en kandidata frá
Háskóla Islands. Þeir einir geta fengið utanfararstyrk úr
Sáttmálasjóði, — og svo þar að auki kennarar háskólans.
Þetta ár hafa kandidötum verið veittar 8000 kr. til fram-
fialdsnáms erlendis, og er furðulegt, að sú fjárveiting skuli
ekki vera stórum ríflegri, úr því að Sáttmálasjóðurinn
hefir með öllu brugðist s k y 1 d u sinni gagnvart stú-
dentunum. Því að helst ætti að stefna í það horf, að
hver einasti kandídat hjeðan gæti fengið tækifæri til þess
að framaBt við útlendar mentastofnanir. Kennarar há-
skólans hafa hins vegar fengið 4000 kr. styrk til utan-
fara, og mundi sú fjárveiting síður orka tvímælis, ef stú-
dentar hefðu ekki samtímis og næstum því fyrirvaralaust
verið sviftir þeim ómetanlegu hlunnindum, sem þeir hafa
notið öldum saman. Enginn mundi hafa hreyft mótmæl-
nm gegn því, að Háskóli Islands legði undir sig Sáttmála-
sjóðinn, e f svo hefði verið um hnútana búið um leið, að
mikilsverðustu rjettindi íslenskra stúdenta væru ekki fyrir
borð borin. — Þess má .geta, að Danir munu ætla sjer að
veita islenskum stúdentum fjárstyrk úr Sáttmálasjóði sín-
um (»Dansk-islandsk Fond«), til þess að stunda nám við
Hafnarháskóla og jafnvel við aðra háskóla á Noiðurlönd-
nm En sú fjárveiting á að verða bundin því skilyrði,
að styrkþeginn hafi lokið fyrri hluta prófs í þeirri náms-
firein, sem hann stundar, eða sje kominn langt áleiðis
öieð námið. Þetta verður því aðallega styrkur til þess að
ijúka prófi, svo að ný-útskrifuðum stúdentum kemur hann