Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 159
150
Utn innlenda menning og útlenda.
[Skirnir
ekki að neinu kaldi. Og ekki er hinu íslenska háskóla-
ráði það að þakka, hvað Danir fara vel og viturlega með
þetta mál. —
Mentamál vor eru nú sem stendur öll á ringulreið,
og er hætt við að langar stundir líði, áður en þau kom-
ast aftur i rjett horf. Enginn neitar því, að oss er nauð-
synlegt að hafa öíluga innlenda mentastofnun handa þeim
stúdentum, sem ætla sjer að stunda guðfræði, læknisfræði
eða lögfræði. Því að það er vitanlega eina leiðin til þess
að fá menn í lækna og presta-embætti, og sú óhæfa varð
að hverfa úr sögunni, að íslenskir lögfræðingar fengju
enga fræðslu um íslenska löggjöf Hitt er rniklu vafa-
samara, hvort það hefir verið vel ráðið að bæta heim-
spekisdeildinni við, og nefna svo þessar fjórar deildir há-
skóla. »Það er stórt orð Hákot«, — og í nafninu háskóli
felst stefnuskrá, sem engin von er til að við geturn fylgt
fram fyrst um sinn, og ekki svo langt sem aug-
að eygir út í framtíðina. Nafnið má því fremur heita
nafnbót en rjettnefni, og er því talsverð hætta á, að hjer
kunni að fara á sama veg, sem oft vill verða um nafn-
bætur. Þær rugla almenning, villa honum sýn og spilla
dómgreind hans. Enda mætti nefna þess dæmi, að til
eru menn hjer á landi, og þeir ekki allfáir, sem hafa það
fyrir satt, að nú sje mentamálum okkar borgið til fulls,
úr því að hjer er til stofnun, sem nefnist háskóli. En sú
villa er svo háskaleg, að hún verður að kveðast niður
sem allra fyrst.
í heimspekisdeildinni eru forspjallsvísindi, íslensk mál-
fræði og saga íslands aðalnámsgreinarnar, — i rauninni
einu námsgreinarnar. Kenslan í forspjallsvísindum er
ekki annað en undirbúningur undir námið í hinum deild-
unum, og hefði því ekki þurft að stofna sjerstaka deild
þeirra vegna. En hitt er satt, að það væri bæði ómyndar-
legt og næstum því ósæmilegt, ef íslensk fræði ættu sjer
engan griðastað hjer innanlands. Enda var talsvert um
það rætt, þegar háskólinn var stofnaður, að hann ætti að
verða vígi og varnarstöð íslenskrar menningar, og þótti