Skírnir - 01.01.1921, Síða 160
Skirnir] Um innlenda menning og útlenda. 151
því illa til fallið, að engin tilsögn yæri veitt þar í islenskri
tungu eða íslenskri sögu. Sjálfsagt mun enginn bera á
móti þessu, og má telja vist, að framvegis verði hlynt svo
vel að hinum ísiensku fræðum við háskólann, sem við
eigum fremst kost á. En hinu verður að vekja athygli
á í þessu sambandi, að furðulegt ósamræmi er í skóla,-
pólitík okkar, að því er kemur til tungu og þjóðernis.
Þvi að í flestum skólum landsins er danskan nú annað
aðalmálið við kensluna. Að visu er alstaðar töluð ís-
lenska í sjálfum kenslustundunum, en kenslubækurnar eru
flestar danskar. Þeim, sem vilja ganga úr skugga um,
að þetta sje rjett hermt, nægir að fletta upp einhverri
islenskri skólaskýrslu, — þær segja flestar sömu söguna,
hvort sem þær eru frá mentaskólanum, verslunar-
8kóla'num, gagnfræðaskólunum eða bændaskólunum.
Allir skólar okkar eru nú sem stendur að meira
eða minna leyti brjóstmylkingar dönskunnar. Hvað
mundi nú vera orðið um islenskuna, ef slíkt háttalag
hefði tiðkast öldum saman? Því að þess er að rainn-
ast, að þesBÍ ósvinna hefir tæpast þekst hjer á landi
íyr en á 19 öld, — áður voru hjer engir aðrir skólar
en latinuskólarnir, og þar sat latínan í öndvegi. En hún
var íslenskunni aldrei háskaleg. Hitt gerðist ekki fyr en
á tímum sjálfstæðisbaráttunnar, að íslendingar sjálfir fóru
að veita dönskunni í stríðum straumum yfir alt þjóðlíf sitt
gegnum skólana, sem þeir hafa verið að bisa við að koma
8jer upp af litlum efnum, til eflingar tungu sinni og þjóðérni!
Fyr má nú vera, en að vopnin snúist s v o öfugt í höndum
manna! — í stofnskrá Sáttmálasjóðsins er gert ráð fyrir,
að veitt verði fje til útgáfu kenslubóka handa háskólan-
um. Það hefði áreiðanlega ekki verið misráðið, ef há-
skólaráðið hefði sett Sáttmálasjóðnum það mark og mið,
að 8já ö 11 u m landsins skólum fyrir íslenskum kenslu-
bókum. Hjer skortir áreiðanlega ekki menn til að semja
þær. Ef þeir, sem fjárveitingarvöldin hafa, vilja grípa
myndarlega í taumana, er hægt að ráða bætur á þessu
hneyksli á skömmum tíma.-------------- —