Skírnir - 01.01.1921, Síða 161
152
Um innlenda menning og útlenda.
[Skimir
Hjer hafa nú verið gerðar fáeinar athugasemdir á
víð og dreif um mentamál vor, en málefnið er svo mikil-
vægt, að miklu rækilegar þyrfti um það að rita. Að lok-
um vil jeg að eins minnast á eitt atriði í viðbót. Að
vísu má bera kvíðboga fyrir því, að svo fámennri þjóð
sem íslendingum veitist erfitt að skipa fullhæfa menn i
háskólaembættin. En þó verður það tæpast þyngsta þraut-
in. Þrátt fyrir alt höfum við nálega á öllum öldum átt
margt lærðra manna, og er engin ástæða til að ætla, að
svo muni eigi einnig verða á komandi tímum, enda væri
þá kraftur kynstofnsins til þurðar genginn. Hitt er mesta
meinið, að við höfum stofnsett háskóla í bæ, sem engin
skilyrði hefir til þess að vera háskólabær. Því að ennþá
er Reykjavík ekki annað en umkomulítill smábær, and-
lega og efnalega fátækur, og þar að auki á einstöku
gelgjuskeiði nú sem stendur. Stúdentar geta að visu lesið
hjer sömu bækur sem annarsstaðar eru lesnar, — en hjer
geta þeir ekki kynst neinu, sem þeim er nýtt, hjer geta
þeir ekki sjeð neitt, sem vekur undrun þeirra, og hjer
fá þeir aldrei reynslu um það, hvað gerist í sál ungs
manns, sem í fyrsta sinn er kastað út í iðustraum erlends
þjóðlifs, þar sem alt er í hans augurn eins og það væri
nýskapað, — alt spánnýtt, óvelkt og ósnortið eins og á
fyrsta degi. Ef svo ætti að fara, að próf við Háskóla Is-
lands yrði síðasta takmark islenskrar skólamentunar, þá
verður háskólinn aldrei skjólgarður þjóðernisins, heldur
vörslugarður móti erlendum áhrifum, sem oss eru lifs-
nauðsynleg, ef menning vor á ekki að trjena. Og væri
furðulegt, ef það yrði ofan á, að embættismannaefnum
væri heimamentunin einsaman nægileg, á sama tíma sem
menn úr öllum öðrum stjettum, bæði iðnaðarmenn, kaup-
sýslumenn og bændur, leita hópum saman til annara
þjóða til þess að afla sjer fullkomnari mentunar, en hjer
er kostur að fá. Þess vegna m. a. ætti að mega treysta
því, að aldrei fari svo, að Reykjavík verði til lengdar síð-
asti áfanginn á námabraut íslenskra mentamanna.