Skírnir - 01.01.1921, Page 162
RitfregTLÍr.
Sifjarðnr Nordal: Snorrl Starlason. — Reykjavík 1920.
Vafalaust er Snorri Sturluson frœgasti rithöfundur, sem uppi
hefir verið á NorSurlöndum. Og það er liverjum einasta íslendingi
^ent á ungum aldri, aS hann sje höfuðsnillingur bókmenta vorra, bæði
að fornu og nýju. En hins munu flestir ganga duldir, aS bók-
mentastarf Snorra er aS miklu leyti alls annars eSlis en flestra
þeirra manna, sem ritfrægð hafa hlotiS. Því aS minstur hluti
Heimskringlu, höfuðrits hans, má heita frumsmíð. Sagnaritun hans
er að mestu í því fólgin, að hann fer höndum um annara manna
verk, lagfærir þau og leiðrjettir, mótar þau að nýju og blæs i þau
anda djúpsærrar rannsóknar og töfrandi listar. Hann skipar önd-
vegið á bekk sagnaritaranna af sömu rökum sem Shakespeare er
konungur skáldanna. BáSir kunnu í besta lagi að ávaxta fengið fje.
Enginn, sem les Heimskringlu eina saman, getur þess vegna
fengig neina hugmynd um, hvílíkt verk Snorri í raun og veru inti
af höndum. Því aS til þess þurfa menn aS lesa allar hinar fornu
Noregskonungasögur ofan í kjölinn. Það sætir því hinni mestu
furðu, að hingað til hefir næstum því ekkert verið skrifað á ís-
lensku um r i t h ö f u u d i n n Snorra Sturluson. Þar var autt
skarð í bókmentum vorum. En nú hefir Sigurður Nordal fylt það,
°g fylt þaS svo vel, að engin líkindi eru til, að þar þurfi um aS
bæta fyrst um sinn. Enda hefir hann ekki hlaupið að því verki
undirbúningslaust, því að áður hefir hann samið bæði meistararit-
gerð og doktorsritgerð um mikilvægustu atriðin í sagnaritun
Snorra, og þar að auki allnákværoa mannlýsingu bans, sem birtist
f >Skírni« fyrir nokkrum árum. Af öllum þeim tilföngum er bók
þesei gerð, og þó mörgu aukið við. Það mun og ekki ofmælt, að
hjer beri á góma fleBt þau atriði, sem máli skifta, er meta skal
Snorra og verk hans. Þar að auki er gripiS á mörgum spurning-
um, er varða fornfslenska sagnaritun og bókmentir yfirleitt, og