Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 164
Skírnir]
Ritfregnir.
15B
árjettar Sturla með því aS segja irá því nokkru síSar, aS Snorri
hafi taliS á hann fyrir aS rísa gegn þessum rangindum. Sjálf-
sagt hermir Sturla rjett og satt frá öllum málavöxtum. En hann
<iregur ekki taum Snorra, hvorki hjer nje aunarsstaSar í íslend-
inga sögu. Hann hallar vafalaust aldrei rjettu mili vísvitandi. En
honum hefir vitanlega getist misjafnlega vel aS þeim mönnum, sem
hann ritar um. Fátt sýnist mjer vissara, en aS hann ’hefir
ósjálfráSa tiihneiging til þess aS láta Sturlu Sighvatsson njóta sín
sem beBt í augum lesandans. En bersýnilega hefir hann litla
freistingu til þess að fegra mál Snorra. — — —
Höfuðatriðið í bók S. N. er auðvitaS rannsókn hans á sagna-
ritun Snorra. Þekking hans á málefninu er óvenjulega mikil og
djúptæk, og skilningurinn næmur og víðsýnn, enda mun óhætt
wega fullyrða, að hann hafi rökstutt flestar skoSanir sínar svo fast
og rækilega, aS þeim verði tæpast haggaS.
Áður en hann tekur til viS sagnaritun Snorra, ritar hann þátt
um forníslenska sagnaritun í heild sinni. Hann sýnir þar fram á,
sS meginstefnurnar í íslenskri sagnaritun eru tvær, skemtun
°g vísindi, og mun það í raun og veru eiga við um sagna-
íitun allra þjóða. Sagnaskemtunin var frumstigið, allar sógur og
sagnir eru spfottnar af ósjálfráðri tilhneigingu manna til þess að
svala forvitni sinni og æfintýraþrá. í upphafi var þjóðsagan, >lygi-
sagan«, þar sem ímyndunaraflið rann gönuskeið sitt, en steig um
leið fyrstu sporin á braut sögulistarinnar. Löngu seinna knýr
uauðsynin fram sannleikskröfuna, — menn þ u r f a að vita
sönn deili á ætt sinni, og ættvísin verður fyrsti og traustasti
hyrningarsteinn vísindalegrar sagnakönnunar. Saga íslenskrar sagna-
ritunar er saga um fangbrögð óstýriláts ímyndunarafls og strang-
vfsindalegs rannsóknaranda. Þau fangbrögð fara á ýmsa leið. En
um eitt skeið, á einu augnabliki, rennur glímuskjálftinn af þessum
ólíku öflum, þau komast í samræmi og beinast bæði að sama marki.
Á þeirri sólskinsstund samdi Snorri Sturluson rit sín. En þegar um
dians daga sjer þess vott, að samræmið muni ekki haldast lengi, og brátt
gerist fullkominn skilnaður listar og vísinda. Sagnaritunín þoruar og
skorpnar og verður að skrælþurri annálagerð. En ímyndunaraflið verð-
ur ólmt og óviðráðanlegt, og gerist svo stórstígt og brokkgengt, að það
verður að leita út fyrir mannheima til þess að finna sjer hæfilegan
skeiðvöll. Þá voru fornaldarsögurnar færðar í letur. — —
Um rannsóknir böf. á ritstörfum Snorra neyðist jeg til að
^era fáorður, enda hefir Björn M. Ólsen gert nákvæma grein fyrir