Skírnir - 01.01.1921, Page 167
158 Ritfregnir. [Skírnir
Mias Ph. telur ort eftir ljóSaháttar-fyrirmyndum, svo sem fyr vai
nefnt.
Mismunur þessara tveggja flokka er b/sna mikill. Trú og
hugsunarháttur er forneskjulegri og óþroskaöri í Ijóðaháttarflokkn-
um. Þar úir og grúir af yflrnáttúrlegum verum. Sk/rast kemur
þaö fram, þegar borin eru saman 3 fyrBtu Siguröarkvæðin (Regins-
mál, Fáfnismál, Sigrdrífumál) við síðari kvæðin um hann. í fyrri
kvæðunum koma fyrir: otur, gedda, dvergar, fuglar, goð, dreki og
valkyrja, — og eru d/rin eigi síður en hinar goðkynjuðu verur,
máli og skynsemi gæddar persónur. Og skáidinu finst ekki vitund
óeðlilegt að oturinn og drekinn eru synir mensks manns. Síðari
kvæðin stinga mjög í stúf við þetta. Þar eru allar persónurnar
mannlegar, nema aðeins ein tröllkona, sem kemur fyrir í Helreið
Brynhildar. — Loks má telja að ijóðaháttarflokkurinn sje öllu al-
þ/ðlegri, og koma mörg atriði fyrir, sem i raun rjettri eru miður
skáldleg. Á sjálfstæðum siðferðiskröfum ber ekkert að kalla, nema
í Lokasennu og Hávamálum.
Hinn flokkurinn sver sig í ætt til höfðingjanna, ber vott um
þroskaðri hugsanir um tilveruna og siðferðiskröfur. Hann s/nir
meiri list í meðferð efnisins og meiri skiining á sálarlífi manna.
Auk þess er margt fieira, sem á milli ber. T. d. eru /mB
sjereinkenni á Btíl ljóðaháttarflokksins, tem koma fyrir f nærfelt-
öllum kvæðum, sem teljast til þess flokksins.
þá er nú talið nokkuð það, sem aðgreinir flokkana, og þó fátt.
Telur Miss Ph. ljóðaháttarkvæðin norsk og ætlar að ljóðaháttur
hafi verið norskur bragarháttur, sem ekki hafi tíðkast á íslandi
fyr en á 12. öld, eða síðar. Aftur á móti talar Miss Ph. ekki um
heimkynni fornyrðislagskvæðanna í heiid. En hún tekur það fram
um goðakvæði þau, sem ort eru undir fornyrðislagi, að þau sjeu
öll vestræn eða íslenzk.
Annað mikilsvert atriði er það, að Miss Pb. telur öll ljóða-
háttarkvæði (þar með taldar Heigakviðurnar) vera um norsk efni.
Færir hún marga hluti því til stuðnings, að sagnirnar um það, er
Sigurður vá Fáfni, hafi verið norskar.
Miss Ph. hefir nú með þessu varpað n/ju ljósi yfir Eddu-
kvæöin, J>jarðlögin« f þeim, ef svo má segja. Og roá þessi fiokk-
un hennar teljast stórmerkileg, hvort sem menn fallast á aðrar
skoðanir hennar eða ekki.
Þá er að minnast á niðurstöðu bókarinnar. Miss Ph. færir því
máli margt til stuðnings, að ijóðaháttarkvæðin f Sæmundar Eddu