Skírnir - 01.01.1921, Page 169
160
RitfregDÍr.
[Skírnir
5 höfuðþætti. Er í fyrsta þætti rætt um elstu samgöngur milli
norrænna þjóða og vestræuna, um írska landnámamenn á Islandi,
um írsk og engil-saxnesk orð í íslensku, um vestræn áhrif á nor-
ræna goðafræði og forneskjusögur, og loks um kenningar þær eða
tilgátur, sem fram hafa komið um írsk áhrif á íslenska sagnaritun.
í 2. þætti er gerð grein fyrir metiningarsamböndum Norðurlanda-
þjóða suður á bóginn. 3. þáttur fjallar um þær heimildir til menn-
ingarsögu, sem finnast í Eddukvæðunum. 4. þáttur er um þekk-
ing íslendinga á útlendum bókmentum á elstu t./mum, og 5. þátt-
ur um málið í Noregi og á íslandi á 9. og 10. öld. Bókin kemur
því víða við, enda veitir hún ágæta fræðslu um, livar þessum
rannsóknum er komið nú sem stendur. —
Höf. minnir á það í upphafi ritsins, að í norræntti goðafræði
er alt miðað við norður, austur eða suður, — það er næstum því
eins og að vestrið sje ekki til. Fyrir vestati Miðgarð gerist ekkerc,
— þar er alt autt og tómt, ekkert annað en úthafið sjálft, óskap-
legt og endalaust. Að vísu er getið um »vestrsali<í í Yegtams-
kviðu, en með því orði er Miðgarður taknaður, sem vitanlega var
fyrir vestan Jötunheima. Þetta virðist nú óneitanlega benda í þá
átt, að i forneskju hafl forfeður vorir engin kynni haft af vestræn-
um þjóðum. Og þar við bætist, að þótt leitað sje með logandi
ljósi í íslenskum bókmentum, þá finnast þar engar endurminning-
ar um viðkynningu eða viðskifti norrænna þjóða og vestrænua,
áður en víkingaöld hefst.
Samt sem áður hafa menn haldið því fram, að Norðmenn hafi
tekið sjer bólfestu í Orkneyjum og Hjaltlandi löngu fyrir víkinga-
öld. Og Alex. Bugge gengur feti framar. Hann fullyrðir, að fjör-
ugar samgöngur hafi verið milli Noregs og Englands þegar á 6.
öld. ÞesBa fullyrðing styður hann með þeim rökum, að í Noregi
hafi fundist sylgja, »sem hl/tur að hafa verið gerð á Englandi á
6. öld«, — en fyrir hinu gerir hann ekki ráð, að hún geti
hafa borist til Noregs löngu seinna. Aðra sylgju nefnir hann,
sem bann segir að sje norsk að smíðinui til, en á henni er engil-
saxnesk áletrun. Segir hann, að hún muni hafa flækst til Englands
og þaðan aftur til Noregs, — en því miður getur hann ekki um
aldur hennar, bvo að maður fær enga vitneskju um, hvenær hún
hefir verið á þessu ferðalagi. Loks getur Bugge um ristustein
einn, sem fundist hefir í Noregi, og segir að myndirnar, sem á
hann eru dregnar, sjeu gerðar í líkingu við þær myndir, sem eru
á skotskum steinum frá fyrstu tímum kristninnar þar í landi.