Skírnir - 01.01.1921, Page 170
'Skirnir]
Ritfregnir.
161
Hitt minnist Bugge ekki á, að sumir þessara skotsku steina standa
enn þá þann dag í dag, og hafa menn því ekki síður getað haft
þá til fyrlrmyndar t. d. á 9. öld, heldur en á 6. öld.
Svo djarflegar eru staðhæfingar sumra vísindamanna á vor-
um dögum! Auðvitað veitist F. J. ljett að hnekkja slíkum rök-
nm. Þau hrökkva f sundur sem fífukveykir, óðar en við þeim er
hreyft.
Það er engin furða, þó að þeim möunum, sem trúa á æva-
gamlar samgöngur milli Norðurlanda og Vesturlanda, hafi orðið
tíðrætt um írsk áhrif á íslenska menningu, því að það er víst og
satt, að allmargir landnámsmenn komu hingað vestan um haf.
■Alex. Bugge kemst svo að orði: »Mikill hluti ísl. landnámsmanna,
og nálega allir þeir, sem ættstærstir voru og ríkastir, komu frá
Bretlandseyjum, sjerstaklega skotsku eyjunum og írlandi, og áttu
:þar ætt sína. Og þar að auki rann óstíflaður menningarstraumur
'frá hinum keltnesku löndum, fyrst til Færeyja og þaðan til ís-
lands«. F. J. kryfur nú þessar staðhæfingar til mergjar. Hann
'telur upp alla þá landnámsmenn, sem komu til íslands vestan um
haf. Sýnir hann fram á, að þelr hafi ekki verið fleiri en 50—60,
en Alex, Bugge telur, að þeir hafi verið á annað hundrað. Eu
wikilli harðleikni verður Bugge að beita við heimildirnar, til
þess að koma tölunni svo hátt upp. Hann segir t. d., að Ketil-
^jörn hinn gamli hafi hlotið að koma vestan um haf, vegna þess
livað hann var auðugur að lausafje! Og Óleif hjalta, Eilíf örn,
^Þórólf mostrarskegg o. m. fl. bendlar hann við Vesturlönd, án þess
að til þess finnist nein rök í heimildunum. F. J. bendir enn
fremur á, að margir þessara »vestrænu« landnámsmanna hafi að
eins komið við f vestureyjum á leiðinni til íslands, og um flesta
þeirra megi óhætt fullyrða, að þekking þeirra á vestrænni menn-
*ngu hafi verið mjög lítil eða alls engin. Þeir höfðu farið vestur
um haf til rána og fjefanga, en ekki til þess að ganga þar í skóla.
í þvl sambandi bendir höf. á, að hiu írsku mannanöfn og viður-
nefni hverfa næstum því öll úr málinu þegar á fyrstu mannsöldr-
Utn eftir landnámstíð, og að hin írsku tökuorð f málinu eru mjög
fá, eitthvað 15—16 alls. Og ekki álftur höf., að engilsaxneskan
Ha.fi miðlað íslenskutini miklu á þessum öldum (9. og 10. öld), —
hann telur, að á þeirn tíma hafi ekki fleiri en í hæsta lagi 12 engil
saxnesk orð komist inn í málið. Svo að alt virðist bera að sama
brunni um það, að kenningarnar um djúptæk vestræn áhrif á forn-
uorræna menningu sjeu ekkert annað en draumórar og hugarburð-
11