Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 171
162
Ritfregnir.
[Skirnir
ur. Hinu neitar höf. ekki, að ymis einkenni Ialendinga megi ef
til vill rekja til írekra forfeðra. En auðvitað er, að alíkt verður
hvorki mœlt nje veglð. —
Annars er ókleift að gera hjer nokkra viðunandi grein fyrir
sókn og vörn þesaara mála. Einna mest svœla hefir staðið af kenn
ingunum um írsk áhrif á fslenska sagnaritun og norræna goðafræði
og forneekjusögur. Jeg hygg, að þeir kaflar í riti próf. Finnsr
sem um þær kenningar fjalla, sjeu einna rökfastastir og best rit-
aðir. Enda virðast nú flestir fræðimenn hallast á sömu Bveif og
hann um að afneita þessum írska átrúnaði, — að minsta kosti
munu fáir nú rekja rætur ísl. sagnaritunar til írlands.
Þeir, sem vilja kynna sjer, hvernig hinar írsku kenningar hafa
verið rökstuddar á stundum, ættu að lesa samanburð S. Bugge’s á
Helgakviðu Hundingsbana hinni fyrri og írsku sögunni um bardag*
ann við Rosb na ríg. F. J. tekur þann samanburð til rækilegrar
íhugunar í riti sínu (bls. 87—91), og hygg jeg ekki ofmælt, að
honum hafi tekist að tæta þá hugarsmíð Bugge’s í sundur, ögn
fyrir ögn. Það var mein þess mikilhæfa manns, og raunar beggja
þeirra feðga, að þeir virðast hafa litið svo á, sem engin hugsun eða
hugmynd gæti verið heimaborin á Norðurlöndum. Og því verður þeim
það svo oft, að þeir seilast um hurðarás til lokunnar. Þó að ÍS'
lensk fornrit geri ekki annað en að segja frá algengum atburðum,
sem alsiaðar geta gerst og á öllum öldum, þá leita þeir sámt skýr-
ingar í útlendum fyrirmyndum. T. d. heldur S. Bugge því fram,
að Örvar-Oddur eigi ætt sína að rekja til Hercules’. Því til sönn-
unar minnir hann á, aö Örvar-Odds saga segi frá þeim atburði,
að einu sinni hafi Óddur látið stýri sitt í ofvlðri og hafi því orðið
að leggja að landi og fara til skógar, ásamt Hjálmari, til þess að
fá skaðann bættan. En það sje í frásögnum um Hercules, að einu
sinni hafi haun brotið ári á sjó, og hafi því orðið að leita til lands,
ásamt Hylas fylgdarsveiui sínum, til þess að ná sjer í Bkógartró.
Bugge segir, að hjer sje ekki um að villast. Nafnið Hjálmar segir
hann, að myndað sje af latnesku þolfalli af Hylas (Hylas, Hilasr
Hilam). Leugra verður víst ekki komist iun í myrkvið ágiskaua
og tilgátna.
F. J. deilir á marga aðra fræðimenn í bók sinni, t.. d. A. Olrik,
v. Sydow o. fl. Ritar hann alt kurteislega, en þó finst það á, að’
stundum verður hann að taka á þolinmæöinni. í þættinum um
Eddukvæðin heldur hann þvl enn fram, að flest þeirra sjeu orkt
í Noregi. Ekki nefnir hann þar Björn Ólsen á nafn, og má það'