Skírnir - 01.01.1934, Side 8
2
Útvarpið.
[ Skírnir
ið verður betra. Er því ástæða til að gera sér ljóst, hvað
til þess þarf, að útvarpið beri sem beztan árangur, og:
hvernig á að samræma það sem bezt annari menningar-
viðleitni þjóðarinnar.
Fyrsta skilyrði þess, að útvarpið verði sönn mennta-
stofnun, er, að í útvarpsráðið veljist beztu menn, sem
völ er á, því að útvarpsráðið ræður því, hvað útvarpið
flytur þjóðinni. Það verða að vera úrvalsmenn, víðsýn-
ir, fjölmenntaðir og smekkvísir menn, því að þeir eru
settir dómendur yfir alla þá, sem til útvarpsins koma
með áhugamál sín, og eiga að leita uppi þá menn, sem
hæfastir eru til þess, sem útvarpið þarf að láta gera.
Einkennilegt er það, að skipun útvarpsráðs hefir verið
falin atvinnumálaráðherra, en ekki kennslumálaráð-
herra, eins og eðlilegt hefði verið. Rétt virðist að ráð-
herra velji formann útvarpsráðs, einn sé tilnefndur af
Háskóla íslands og einn af prestastefnu þjóðkirkjunnar.
Háskólinn á að vera sjálfsagður fulltrúi vísinda og
kennslumála, og prestastéttin hefir vissulega átt svo
góðan þátt í menningu þjóðar vorrar, að henni er vel
trúandi til að fara vel með atkvæði sitt. En þau tvö
sæti, sem þá eru óskipuð, ættu útvarpsnotendur að eiga
atkvæði um. Mætti það vera með þeim hætti, að hver
eigandi útvarpstækis fengi frá útvarpsráði kjörseðiR
nægilega löngu áður en kosning fer fram, og ritaði á
hann nöfn tveggja manna, er hann vill kjósa í útvarps-
ráð, ásamt nafni sínu og heimilisfangi. Væru seðlarnir
sendir til formanns útvarpsráðs og atkvæðin talin af út-
varpsráði á auglýstum fundi, er útvarpsnotendur ættu að-
gang að. Réttkjörnir í útvarpsráðið væru þeir tveir, er
flest fengju atkvæðin.
Það er engin ástæða til að binda atkvæðisréttinn
við það, að menn séu í félagi útvarpsnotanda. Sá réttur
kemur af því, að menn hafa keypt sér viðtæki og greiða
útvarpsgjöld í ríkissjóðinn. Þar með eiga þeir að geta
haft einhver áhrif á það, hvað þeir fá fyrir peningana.
Allir ættu að vera sammála um það, að útvarpið.