Skírnir - 01.01.1934, Síða 9
Skírnir]
Útvarpið.
3
má aldrei verða tekjulind ríkisins til annara þarfa.
Tekjur af ársgjöldum, veðurfregnum, auglýsingum, við-
tækjaverzlun o. s. frv. eiga að ganga til þarfa þess sjálfs,
hve miklar sem þær verða. Því betur getur það rækt
hlutverk sitt. Útvarpið verður að reyna að fá til hvers
hlutverks hæfustu menn, sem völ er á, en af því leiðir,
að það verður að greiða þeim sómasamlega fyrir verk
sitt, svo að þeir geti vandað undirbúninginn. Fyrir út-
varpserindi ætti t. d. ekki að greiða minna en svarar
góðum ritlaunum hér á landi, og það því fremur, sem
blöð og tímarit vilja ógjarna birta það, sem flutt hefir
verið í útvarpinu, svo að höfundarnir geta sjaldan kom-
ið því á prent, og eru þó margir ófúsir á að kasta á glæ
Ijósvakans því, sem þeir hafa mjög vandað til.
Fyrsta skylda útvarpsins er að fræðsla sú, sem það
flytur, sé svo rétt sem unnt er. Það fæst með því, að um
hvert efni fjalli helzt þeir, sem sannfróðastir eru um
það. Útlendar fréttir verður útvarpið auðvitað að mestu
að taka eins og þær koma, þó að vísu verði stundum að
velja úr þeim eftir líkum um það, hver fregnin um sama
efni sé áreiðanlegust. Þegar gefið er yfirlit yfir útlenda
viðburði í sérstökum erindum, svo sem tíðkazt hefir,
reynir mjög á glöggskyggni og óhlutdrægni tíðinda-
manns. Um sumt fer allt af tvennum sögum, eftir stjórn-
málaskoðunum þeirra, sem frá segja, svo sem þegar
talað er um ástandið í Rússlandi eða Þýzkalandi nú á
dögum. Þegar svo er, ætti jafnan að skýra frá, hvað
sagt er um málin frá báðum hliðum, svo að áheyrendur
geti sjálfir haft það, er þeim þykir sennilegast. Tíðinda-
menn innlendra frétta ætti ætíð að nafngreina, svo að
þeir beri ábyrgð á fréttunum gagnvart almenningi. Ann-
ars væri rétt, eins og eg lagði til í bók minni „Stjórnar-
bót“, „að lögbjóða, að á hverjum opinberum fundi, þar
sem mál eru rædd, skyldu vera skipaðir skrifarar, einn
fyrir hvern flokk, er þess krefðist. Skyldi hver skrifari
fyrir sig rita það, sem fram fer á fundinum, útdrátt úr
ræðum, samþykktir, atkvæðagreiðslur o. s. frv., en síð-
1*