Skírnir - 01.01.1934, Síða 11
Skírnir]
Útvarpið.
5
væri góður stuðningur fyrir almenning til að átta sig á
mörgu, sem deilt er um í stjórnmálunum.
Tilraunir verða að skera úr því, hve mikinn þátt út-
varpið getur átt í reglubundinni kennslu ýmissa náms-
greina, og að hve miklu leyti sú kennsla getur orðið hluti
af kennslu skólanna eða góður viðauki við hana. Eng-
inn efi er á því, að tungumálakennsla útvarpsins getur
komið að góðu haldi. Helgi Hjörvar hefir í útvarpser-
indi sínu 30. og 31. janúar 1934, um tungumálakennslu
í unglingaskólum, komið fram með góða tillögu um
kennslu í Norðurlandamálum. Hann vill, að vér leggjum
þar dönskuna til grundvallar, eins og löngum hefir verið
gert, svo að menn verði sem færastir í að skilja hana,
tala og rita. En hann vill, að vér berum hana fram með
þeim harða framburði, sem oss er eiginlegur, en auð-
vitað með réttum áherzlum, því að reynslan sýnir, að bæði
Danir, Norðmenn og Svíar skilja sæmilega vel þá dönsku,
sem svo er töluð, þó að Norðmönnum og Svíum veiti stund-
um erfitt að skilja Dani sjálfa. Sá, sem getur ritað dönsku,
og talað hana með þessum íslenzka framburði, getur því
gert sig skiljanlegan um öll Norðurlönd. Til þess að
skilja norsku og sænsku á bók til hlítar, þarf að læra
dálítið um það, sem þessi mál eru frábrugðin dönskunni,
og til þess að skilja málin, þegar þau eru töluð, verður
eyrað að venjast þeim. Til þess má nota hljóðfarann
(grammófón) óspart í útvarpinu. Þar með er fengin sú
málakunnátta, sem þarf til þess að geta haft andleg
viðskipti við Norðurlönd.
Mikið gagn gæti útvarpið gert með erindum um
nýjar innlendar merkisbækur, jafnskjótt og þær koma
út. Til þeirra yrði mjög að vanda og sérfræðingar einir
dæma um fræðibækur. Með þeim hætti fær almenning-
ur á svipstundu að vita um bækurnar og væntanlegum
lesöndum, höfundi og útgefanda er mikill greiði gjör.
Um ómerkilegar bækur ætti ekki að geta. Ágætt væri,
að um hver áramót væri gefið nokkurt yfirlit yfir bóka-
framleiðslu liðins árs, hag og stefnu bókmenntanna á