Skírnir - 01.01.1934, Síða 12
6
Útvarpið.
[Skírnir
árinu, en slíkt er mikið verk og vandasamt og þarf til
þess valda menn.
Tónleikar eru einn af hinum föstu þáttum hverrar
útvarpsdagskrár. Og um leið og útvarpið að sjálfsögðu
flytur svo góða tónlist, sem kostur er á, ætti að reyna
að búa svo í haginn, að það, sem flutt er, geti orðið and-
leg eign hlustanda. Fyrst og fremst þannig, að menn
geti af útvarpinu lært lög, sem vel eru fallin til söngs í
heimahúsum. Þegar nýtt lag er leikið, ætti að tvítaka
það í fyrsta sinn og endurtaka það svo næstu daga á
sama tíma. Þá geta þeir, sem vilja, lært það og að lok-
um sungið það með. Sama á ekki síður við um söngleika
(óperur). Þá ættu og jafnan skýringar að fylgja tón-
verkum, að minnsta kosti í fyrsta sinn, sem þau eru
flutt. Einföld lög þarf að vísu ekki mikið að skýra. En
þegar fyrirsögn lags er á útlendu máli, ætti að þýða
hana á íslenzku jafnframt. Fyrirsögnin getur oft hjálp-
að til að koma mönnum í rétt horf til lagsins. Ef tón-
skáld hefir t. d. skírt lag sitt „Skautaferð“, þá eru all-
ar líkur til, að skautaferð hafi reikað í hug hans, er lag-
ið varð til, og sú hugsun ráðið nokkru um gerð þess. Sá,
sem heyrir nafnið, kemst í líkt skap og tónskáldið, snýr
huganum í sömu átt, og það hjálpar honum til að skilja
lagið og njóta þess. — Fáein orð um tónskáldið eru
þakksamlega þegin, ef það er ekki alkunnugt. Þegar
söngleikar eru leiknir, ætti, eins og gert hefir verið, að
skýra stuttlega gang leiksins. Fyrirlestrar um sögu tón-
listarinnar, um einstök tónskáld og um gerð hverrar
tegundar tónverka, með nógum dæmum til skýringar,
eru ómetanleg hjálp til skilnings á tónlistinni, enda hef-
ir útvarpið flutt ýmislegt af því og ætti að gera mikið
að því. Þá er og vel til fallið, að hafa í útvarpinu beina
kennslu í undirstöðuatriðum tónfræðinnar.
En útvarpið ætti ekki aðeins að gera menn sem fær-
asta að taka á móti þeirri tónlist, sem það flytur, held-
ur og að verða þeim hvöt til að iðka tónlistina sjálfir.
Það væri hrapallegt, ef árangurinn af að hlusta á út-