Skírnir - 01.01.1934, Side 13
Skírnir]
Útvarpið.
7
varpiS yrði sá, að menn hættu að syngja sjálfir eða leika
k hljóðfæri, af því að þeir þættust sjá það fyrir, að þeir
gætu aldrei jafnazt við þá, sem þeir hlusta á í útvarp-
inu. Það er betra að geta lítið en ekkert í hverju sem er,
því að iðkunin sjálf veitir unað, sem ekki fæst með öðru
móti, og skerpir jafnframt skilninginn á því, sem mað-
ur sér eða heyrir til annara. Það bezta, sem aðrir gera,
á að vera leiðarljós og mælikvarði, en ekki grýla, sem
fælir menn frá að reyna sjálfir. Útvarpið ætti því að
hvetja menn til að iðka tónlistina sjálfir og gefa þeim
margvíslegar leiðbeiningar, sem að því lúta.
Það, sem nú var sagt um tónlistina, á ekki síður við
í öðrum efnum. Sönn menning fæst ekki með því, að
„eiga eina höndina, ok þá þó, at þiggja ávallt, en gefa
aldrigi“, ekki með því, að láta aðra stöðugt troða í sig
og skemmta sér, en reyna ekki hvað maður getur af
sjálfsdáðum. Hvert erindi er því betra, sem það vekur
meiri viðleitni til að fræðast af eigin rammleik um efni
þess, hvert lag því betra', sem mann langar meira til að
syngja það, hvert kvæði eða saga því betri, sem fleiri
vildu slíkt ort hafa — og reyna það. Útvarpið gæti gert
mikið til að vekja margvíslega andlega viðleitni og til-
raunir, með því að gefa mönnum alls konar verkefni.
Það gæti t. d. heitið verðlaunum fyrir bezta kvæðið um
tiltekið efni með ákveðnum bragarhætti, bezta botn á
vísuhelmingi, bezta lag við tiltekið kvæði, beztu skáld-
sögu, beztu lýsingu á tilteknu atriði úr. lífi þjóðarinn-
ar, bezta samtal um ákveðið efni, beztu tillögur um nýj-
ar greinir heimilisiðnaðar. Það gæti borið upp ýmis
konar gátur og hugvitsþrautir, taflþrautir o. s. frv. Efn-
ið er óþrjótandi, en verkefnin verður að velja af gjör-
hygli, fá góða menn til að hugsa þau upp og dæma um
úrlausnirnar. Rétt væri að ákveða að jafnaði fyrirfram
lengd (orðafjölda) úrlausnanna. Verkefnin væru ávallt
lesin upp í útvarpinu á sama tíma vikunnar, svo að menn
vissu, hvenær þeirra væri von. Verðlaun þyrftu ekki að
vera há. Beztu úrlausnirnar væru lesnar upp í útvarp-