Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 14
8
Útvarpið.
[ Skírnir
inu og höfundunum þá greitt eitthvað fyrir. Nöfn dóm-
anda hvers verkefnis væru tilkynnt. Þá ætti og útvarp-
ið að flytja ókeypis áskoranir fræðimanna til almenn-
ings um að athuga eða gefa skýrslur um efni, sem þeir
vinna að. Margir leysa vel úr slíkum fyrirspurnum. Allt
mundi þetta vekja andlegt líf og starf, sem verður menn-
ingarauki hverjum, er gefur sig að því.
Verzlunarauglýsingar ætti útvarpið aldrei að mega
fleygja inn í aðra liði dagskrárinnar. Það er óhæfa, að
sletta framan í menn smjörlíki, kaffi eða skóm, þegar
þeir eiga von á allt öðru. Auglýsingar ættu allt af að
vera út af fyrir sig. Þá geta þeir hlustað, sem vilja.
Með útvarpinu hlýtur að verða alllmikil breyting
á heimilislífinu, einkum í sveitum, og hún til góðs. Út-
varpið safnar heimilisfólkinu saman, vekur upp aftur
kvöldvökuna, sem verið hefir bezta athvarf íslenzkrar
alþýðumenningar. Nú verður á hverjum bæ að vera setu-
stofa, þar sem allir heimilismenn geta setið saman og
hlustað á útvarpið. Og eg býst þá við, að menn sitji
sjaldan auðum höndum, heldur vinni eitthvað, sem eng-
inn hávaði fylgir. Þarna fær heimilisiðnaðurinn aftur
leik á borði. Nóg eru verkefnin: taka ofan af ull, draga
tog, tvinna band á snældu, spinna hrosshár á snældu,
alls konar saumur og aðgerðir fata og plagga, prjóna,
hekla, slyngja, kríla, stíma, bregða, flétta bönd, reipi,
beizli, tauma, gjarðir, mottur, ríða net, hefta bækur,
smíða og skera smámuni úr tré, beini, horni o. s. frv.
Börnin, bæði piltar og stúlkur, ættu að læra sem flest
af slíkri vinnu og iðka hana á kvöldvökunum, eins og
fyrrum. Það er mikil afturför í menningu, að láta forn-
an hagleik falla niður, geta ekki unnið úr því efni, sem
er við höndina, og verða að sækja allt til annara og
kaupa það dýrum dómum. Og það er fjarstæða, að ekki
sé hægt að hafa hér neinn heimilisiðnað. Hann er í því
fólginn, að læra að nota hendurnar og grípa í vinnuna,
þegar tómstund verður, þó að hún sé ekki nema fáar
mínútur í senn. Safnast, þegar saman kemur. Flestum