Skírnir - 01.01.1934, Page 15
Sklrnir]
Útvarpið.
heilbrigðum mönnum, sem kunna eitthvað til handanna,
er ljúfara að fást við það, meðan þeir sitja og hlusta á:
Sauma, greiða, karra, kljá,
kappið sagan eykur,
spinna, prjóna, þæfa þá,
það er eins og leikur. (E. Ó.)
Útvarpið ætti að brýna þetta fyrir mönnum, leið-
beina um það á allan hátt. Það ætti að fá skýrslur um
það, hvað hafzt er að á kvöldvökunum víðsvegar um
landið, og lesa niðurstöðurnar upp í útvarpinu. Það
mundi glæða áhugann.
Þar sem öll starfsemi útvarpsins er vegna þeirra,
sem á það hlusta, er auðsætt, að útvarpsráðinu er nauð-
syn að hafa jafnan sem gleggsta vitneskju um það,
hvernig útvarpsnotöndum gezt að því, sem útvarpið flyt-
ur. Eðlilegasta leiðin til þess ætti víðtækur félagsskap-
ur útvarpsnotanda að vera, því að þótt einstakir menn
sendi útvarpsráði við og við bréf og skeyti eða skrifi í
blöðin um einstök atriði, sem þeim líka vel eða illa í með-
ferð útvarpsins, þá er ekki af því unnt að vita, hve al-
menn sú skoðun er, sem þar kemur fram. í öflugu félagi,
þar sem þessi mál væru tekin til meðferðar og rædd frá
ýmsum hliðum, mundu skoðanir einstaklinganna skýr-
ast, jafnast og leiðréttast, svo að ályktanir, sem gerðar
væru eftir slíkar umræður, yrðu betri leiðarvísir fyrir
útvarpsráðið, en dómar einstakra manna, sinn úr hverri
áttinni. Hins vegar gæti og útvarpsráðið borið ýmsar
fyrirætlanir sínar undir félagið, skýrt þær, og heyrt und-
irtektir manna. Góð samvinna útvarpsráðs og útvarps-
notandafélags mundi verða allri starfsemi útvarþsins
hinn bezti styrkur. En slíkur félagsskapur verður að
stjórnast eingöngu af markmiði sínu og enginn stjórn-
mála flokkadráttur komast þar að. Það er auðvitað gott,
að félagið gefi út árbók, þar sem áhugamál þess eru
rædd, en betra væri þó mánaðarrit. Erlendis gefa sum
dagblöð, svo sem t. d. ,,Politiken“ í Khöfn, út sérstök