Skírnir - 01.01.1934, Page 17
Um íslenska sagnaritun og um
Njálu sjerstaklega.
Eftir Finn Jónsson.
Dr. Einar Ól. Sveinsson1) hefur samið eigi litla
hók „Um Njálu“ og hlotið doktorstitil fyrir, og það að
maklegleikum. Bókin er hátt á 4. hundrað síðna; þegar
af því má ráða í, hve mikið og víðáttumikið efnið er, og
þó lætur höfundurinn, sem búast megi við 2. bindi (ef
til vill jafnmiklu fyrirferðar?), en það mun óskrifað enn.
Hjer suðurfrá hafa oft birst doktorsritgjörðir með ,,I“
á titilblaðinu, en jafnaðarlega hefir ,,II“ aldrei komið,
hverju sem um má kenna. Það er nú komið svo, að eng-
inn hjer leggur framar trúnað á þetta heitorð, sem ligg-
ur í „I“. Það væri gott, að sú yrði ekki raunin á íslandi.
EÓS. vill sanna með ritgjörð sinni, að aldrei hafi til
verið önnur Njáls saga en sú, sem nú er til í allmörgum
handritum og handritabrotum. Með þessari kenníngu
gengur hann í gegn sumum eldri kenníngum, sem gera
ráð fyrir Njálu í eldri mynd og annari nokkuð en þeirri,
sem handritin geyma. Þetta reynir hann að gera með
öllum hugsanlegum sannanatilraunum. EÓS. kemur hjer
fram sem duglegur og mælskur málfærslumaður; það
kemur þó fyrir, að hvað dugleg sem-vörnin er, fær hún
ekki byr, eða ekki fullkominn byr, fyrir hæstarjetti.
Engan mun furða á því, að jeg rita þessar línur; það,
hve oft jeg er nefndur í bók EÓS, gerir hverjum manni
1) Eftirleiðis skammstafað EÓS.