Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 18
12
Um íslenska sagnaritun og um Njólu sjerstaklega. [Skírnir
það skiljanlegt, að jeg kem og með málskjöl, þótt jeg
reyndar áður hafi lagt skjöl fram um Njálu, en ekki
má skilja orð mín svo, að jeg telji mig hæstarjett. Bók
EÓS er samin með miklu hófi, eins og slíkri bók byrj-
ar, og þessi grein mín skal skrifuð með sama mótinu.
Hjer er aðeins um vísindalega rannsókn að ræða.
I.
EÓS er vel kunnugur sögunum gömlu, einsog við
mátti búast. Það er því ekki hans vegna, að jeg vil hjer
gefa yfirlit yfir sagnaritunina fornu, heldur alþýðu les-
endanna, sem margir hverjir (eða allflestir?) hafa ekki
á reiðum höndum það, sem hjer getur komið til greina.
f þessu máli, sem hjer um ræðir, er slíkt yfirlit allnauð-
synlegt.
Það er alkunnugt, að ekki er til eitt einasta forn-
rit í frumriti, heldur er alt í uppskriftum og uppskrifta
uppskriftum1). flestum frá síðara hluta 13. aldar og öld-
unum þar á eftir. Öll frumrit sagna eru gjörsamlega
týnd, lágu þar til orsakir, fleiri en ein. Ein var eflaust
sú, að eftir að uppskriftin var gjör, vanræktu menn
frumritið, það þótti þá lítils virði, og svo fór það for-
görðum. Þetta bar einkum við, ef frumritinu var breytt,
og ekki síst, ef það var aukið, svo að uppskriftin varð
að meiru eða minna leyti nýtt rit, og eftir skoðun manna,
fullkomnara en frumritið. Þetta var mjög gamall siður.
Frumhöfundarnir sjálfir áttu víst eigi litla sök á, að rit
þeirra væru þannigtekin og aukin eða breytt. Höf. Húngur-
vöku gefur það greinilega í skyn í formála sínum, að
„bæklíngur“ hans þurfi umbóta við, og sama segir höf.
Konungsskuggsjár enn greinilegar. Þetta var því ekki
einúngis íslenskur hugsunarháttur.
Ef nú er rakinn ferill sagnaritunarinnar um 13. öld
eða um tímann eftir lok frumritunarinnar, finnum vjer
1) Mig furðar á, að EÓS — eins og fleiri aðrir — eru altaf
að tönnlast ó orðinu „afskrift“, þessu dansk-þýska ótætisorði.