Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 19
Skírnir] Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega.
13
fljótt, hversu víðtæk fýsnin var til þess að skrifa upp,
auka og breyta eldri ritum. En frumritunin fór aðallega
fram á síðara helmingi 12. aldar og upphafi 13. aldar.
IJm þetta hafa áður verið nokkuð misjafnar skoðanir,
en jeg tel þetta sannanlegt og enda fullsannað, því skal
eigi farið frekar út í það mál hjer. Þetta sem hjer er
sagt gildir fyrst og fremst konúngasögurnar, og af því
að það er mjög lærdómsríkt að sjá þróunina, skal hún
hjer sýnd með nokkrum áþreifanlegum dæmum.
Flestar konúngasögur og jarla (Hlaðajarla og
Orkneyjajarla) höfðu verið samdar áður en Snorri setti
Heimskringlu saman. Hann vitnar beinlínis í jarlasög-
ur og tekur upp kafla úr þeim, að svo miklu leyti sem
hann fann þörf á; fórst honum það snildarlega. Hann
vissi, hvað heyrði til sögu hverrar, og ljet sjer sem sann-
ur sögufræðíngur nægja það, sem þurfti eftir tilgángi
hans og tók ekki meira upp svo sem til að ,,skemta“
mönnum1).
Ólafs sögu Tryggvásonar setti hann saman eftir
ýmsum heimildum, m. a. notaði hann Ólafssögu eftir
Odd múnk Snorrason á Þíngeyrum ritaða um 1190. Þessi
Ólafssaga var rituð á latínu; en henni var snemma snú-
ið á íslensku, og er sú þýðing til í 2 handritum (og litlu
broti af því þriðja). Snorri tók kafla upp úr henni í sína
bók. Handritin eru nokkuð misjöfn; annað er auðsjáan-
lega nær frumþýðíngunni en hitt, sem dregur málið oft
saman og gerir það íslenskulegra, en annars er efnið
það sama að lángmestu leyti. í því styttra eru nokkrar
smágreinar, sem ekki eru í hinu, og eru auðsjáanlega
innskot (sbr. formálann fyrir nýju útgáfunni). Á þessu
ber þó meira í hinu handritinu (sem er norsk uppskrift
eftir ísl. handriti frá því um 1270 eða svo). Þar er 15.
kap. innskot, og er tekinn úr Jómsvíkingasögu, auðsjá-
1) Heimskr. er aðallega til í 3 (eða 4) handritum. I Frísbók
er tekinn upp lángur lcafli úr Morkinskinnu í stað teksta Snorra,
og í Jöfraskinnu eru og teknir nokkrir kapítular annarstaðar frá.