Skírnir - 01.01.1934, Page 20
14
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skírnir
anlega til þess að fylla frásögnina um Ólaf. Sama er að
segja um mikið í 34. kap. 41. kap. er líka innskot að
mestu og tekinn svo að segja orðrjett úr Islendingabók
Ara. Svona var þá farið hispurslaust með þýðinguna af
Odds bók, og hjer er svo ástatt, að engar brigður verða
bornar á þetta.
Vjer getum haldið áfram með Ólafs sögu Tryggva-
sonar. Saga hans eftir Snorra var síðar á öldinni (lík-
lega ekki fyrr en undir eða um lok hennar) aukin ákaf-
lega mikið með stórum og smáum köflum úr ýmsum öðr-
um ritum. Það er Ólafs saga hin meiri, sem prentuð var
í Fornmannasögunum I—III. Þar eru teknir upp ýmsir
kapítular úr Oddi, stórir kaflar úr Laxdælu, Hallfreð-
arsögu, Landnámabók, Færeyíngasögu og fleirum sög-
um, svo og eflaust mikið úr Ólafssögu eftir Gunnlaug^
múnk, svo hafa og ýngri kvæði verið notuð og tekin upp.
Auðvitað er alt þetta tekið upp af því að það eða nokk-
uð af því (höfuðpersónurnar) var um Ólaf konúng og
menn, sem komust í eitthvert samband við hann, en þó
er tekið miklu meira en þörf var til. Þó má segja, að
samtíningin sje gerð af góðu viti. En þann sem setti alt
þetta saman væri alrángt að kalla h ö f u n d, miklu
fremur mætti kalla hann r i t s t j óra1).
Á líkan hátt var farið með Ólafssögu helga. Inn í
sögu Snorra var smámsaman, hvað eftir annað (einsog
handritin sýna), skotið geysimörgum meiri og minni
þáttum (nokkuð á 2. hundrað, má jeg segja). Sumum
af þeim kann að hafa verið skotið inn eftir lok 13. aldar.
Þegar af þessu má sjá, hve lítt menn skeyttu um
frumritin eða höfundarjett, sem var óþekt hugmynd í
þá tíð. Þetta kemur enn greinilegar í ljós af því, sem
síðar verður um rætt.
Morkinskinna heitir sögusafn, sem nær (eða náði)
frá Magnúsi góða til 1177. Var það uppskrift af eldri
1) Jeg ætla að hafa þetta orð um það sem nefnt er á dönskm
„redaktör“ eða „bearbejdei’“.