Skírnir - 01.01.1934, Síða 21
Skírnir] Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega.
15
sjerstökum sögum um konúngana. Frumritið, sem menn
telja hafi verið sett saman um 1220, er týnt, en upp-
skrift er til í prýðisgóðu handriti, sem er talið skrifað
um 1280. Á þessum árum, 1220—80 (hjer um bils tölur),
hefur verið skotið inn í frumsögurnar um 30 þáttum.
Þetta er engum vafa undirorpið. Það sjest t. d. með því
að bera saman tekstann við þann, sem til er til saman-
burðar í Flateyjarbók. í Mork. er og Hryggjarstykki Ei-
ríks Oddssonar notað, sem annars er týnt. Ritstjóran-
um hefur ekki ætíð tekist sem best. Samskeytin sjást
sumstaðar greinilega, og eru ekki ætíð heppileg. Um alt
þetta má vísa til bókmentasögu minnar og hinnar síð-
ustu útgáfu af Morkinskinnu. Það mætti óhætt segja, að
ef öll önnur handrit af sögunni frá og með Magnúsars.góða
og til 1177 væru týnd, mundi maður geta risið upp, sem
þættist geta sannað, að Mork. væri öll eins manns verk
frá upphafi til enda.
Jeg vil bæta því enn við, að Fagurskinna, sem er rit
eftir íslending samið í Noregi,1) er til í tveim (norskum)
uppskriftum; inn í aðra þeirra hefur verið skotið íauk-
um (sjá útg. 1902—03), og má þar sjerstaklega nefna
Arnmæðlíngatal. Þetta er sama aðferðin sem ella, þótt
þetta hafi verið gert í Noregi.
Jeg vil nú snúa mjer að sögum um íslendinga, en
áður en jeg kem að ,,ættasögunum“, skulu nokkur önnur
rit nefnd, og kemur þá Landnámabók fyrst til greina.
Enginn vafi getur leikið á því, að um 1200 hefur
Landnámabók verið til í sinni frummynd, þótt vjer get-
um nú ekki sýnt, hvernig hún var í öllum greinum, því
frumritið er týnt sem ella. Þetta frumrit var síðan tekið
og aukið af Styrmi fróða og má að miklu leyti finna við-
auka hans (sbr. útg. 1900). Svo skrifaði Sturla Þórðar-
son ritið upp og jók það á ýmsan hátt, einkum með ætt-
artölum, er snertu Sturlúnga. Þá kom þriðji maðurinn
1) Þess finnast engin merki, að Fagurskinna hafi verið til á.
Islandi eða þekst þar.