Skírnir - 01.01.1934, Side 22
16
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skírnir
Haukur Erlendsson (d. 1334), hann steypti saman báð-
um þessum ritum, Styrmis og Sturlu; hann segir sjálf-
ur: „hafða ek þat ór hvárri, sem framar greindi, en mik-
ill þori var þat, er þær sögðu eins báðar“. Það er svo að
segja eins dæmi, að vjer fáum svo skýra og áreiðanlega
sögn um samsteypu rita, en því merkilegri er hún. Svo
kemur enn hin 4. útgáfa af Ldn., sem kölluð er Melabók.
Hana gerði að öllum líkindum Snorri lögmaður Mark-
ússon á Melum (í Leirársveit); hann dó 1313. Hann jók
tekstann með ættartölum, er snertu hans ætt, og þar að
auki með köflum og útdrætti úr sögum (einkum Vatns-
dælu). Hjer er alt fullkomlega ljóst, og er eitt hið besta
dæmi þess, hvernig ritstjórar fóru að verki.
Annað stórkostlegasta dæmi samsteypu og ritstjórn-
ar er Sturlúngubáknið. Sturla Þórðarson samdi sína ís-
lendíngasögu um miðja 13. öld, og var það mikið rit.
1 sinni upphaflegu mynd er hún heldur ekki til. Um
1300 tók maður (ritstjóri) sjer fyrir hendur að steypa
ýmsum sögum saman í eina heild, eins og til að fá sögu-
heild, er næði yfir mestan hluta 12. aldar og lángt fram
á 13. öld. Það er sú Sturlúnga, sem nú er til. Fremst er
hjer þáttur af Geirmundi heljarskinni og nokkrar ættar-
tölur. Svo kemur Þorgilssaga og Hafliða ug aftur ættar-
tölur. Á þetta að vera nokkurs konar inngángur til sögu-
safnsins. Þá kemur Sturlusaga (um ættföður Sturlúnga).
Þá kemur saga Guðmundar biskups I, þá saga Guð-
mundar dýra I, þá II. kafli Guðmundar sögu biskups, þá
II. kafli sögu Guðmundar dýra, þá III. kafli Guðmundar
sögu biskups, og nú kemur I. kafli Íslendíngasögu Sturlu
og þá loks IV. og síðasti kafli Guðmundar sögu. Þá kem-
ur lángur kafli af ísl. sögu, þá Hrafnssaga, þá Þórðar s.
kakala, þá Svínfellíngasaga, þá ísl. saga. I síðasta kafl-
anum er svo skotið inn Þorgils sögu skarða, en þó ekki
nema í öðru aðalhandritinu1). Öll þessi samsteypa er
1) Sjá um alt þetta ritgjörð Pjeturs Sigurðssonar núna í
Safni VI, 2.