Skírnir - 01.01.1934, Page 24
18
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skirnir
er nú aðeins til brot. En af því sjest, að á eftir 15. kap,
stóð í henni þáttur af Ögmundi dytt, Glúmur er við hann
riðinn, og því var þættinum skotið inn. Þetta er óvefengj-
anlegt. En það má fara lengra. Kap. 13—15 (um Ing-
ólf og Glúm) tel jeg líka hiklaust innskot í frumsöguna,
þó að þeir standi nú í öllum handritum, og líklega mun
enn meira þar vera innskot, og vísa jeg um það til bókm.-
sögu minnar II, 235.
Svo má nefna Fóstbræðrasögu. Þar er allmikill mun-
ur handritanna eins og best má sjá af hinni síðustu út-
gáfu (Björns Þórólfssonar). Frumsagan eða sú upp-
skrift, sem henni gengur næst, er í Hauksbók, en þar
vantar upphafið, hjerumbil þriðjúng sögunnar. í hinum
handritunum er tekstinn margvíslega aukinn með meiri
eða minni innskotum og orðabreytíngum. Má um þetta
vísa til útgáfunnar (t. d. s. 128, 130 o. s. frv.). Sjer-
staklega má benda á íaukana á bls. 149, (um eiginleika
innyflanna), vísuna á bls. 162, æðafjöldann og tanna
sst., íaukinn um Kár bls. 192—3 og 194, um Rómaborg^
bls. 201 o. s. frv.
Þessi 2 dæmi sýna glögt, að þegar því var að skiftar
var farið eins með Isl.sögur eins og Konúngasögurnar.
En vjer finnum líka annars konar breytíngar á Isl.sög-
um, sem vert er að gefa gaum.
Gíslasaga Súrssonar er til í 2 myndum að því er
snertir upphaf sögunnar (sbr. bókm.söguna s. 451). I
annari (og eflaust ýngri) myndinni hefst sagan á alt
annan hátt en í hinni og á mjög „óklassískan" hátt. M.
a. hefur þar verið nokkuð löng saga um víking Gísla, sem
er eflaust alveg uppspunnin (aðeins endirinn til);
kennir þar líkingar við söguna um utanferð Gunnars í
Njálu; en hjer er gloppa allmikil í sögunni. Að öðra
leyti er það sama sagan í báðum handritum, sem sagan
er aðallega geymd í.
Hvernig víkur nú þessu við? Jeg get ekki sjeð nema
eina skýríngu á þessu. Einhver eigandi handrits af sög-
unni, þar sem upphafið (fremstu blöðin) voru týnd, bjó'