Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 25
Skírnir] Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega.
19
til nýtt upphaf og setti það framan við handrit sitt.
Hann hefur líklega átt heima á Vestfjörðum (í Dýrafirði
eða þar um slóðir) og hefur ef til vill þekt gamlar frá-
sagnir um Gísla og notað þær það sem þær náðu, og ort
svo sjálfur inn í (t. d. einkum víkíngarsöguna). Ef ekki
væri nú til annað en þessi mynd sögunnar, hygg jeg, að
einhver þættist geta sannað, að hún væri frumsagan
sjálf, ef maður ljeti í ljósi efasemd sína um, að svo
gæti verið. En þar er mart, sem til marks mætti hafa,
þótt gloppan sje þar. Þar er t. d. upphafið alveg ósögu-
legt, um ýmsa landnámsmenn, sem ekkert eru riðnir við
söguna, og mart fleira væri að telja, ef vildi.
Á líkan hátt mun Svarfdæla vera til orðin, einsog
hún er nú, en jeg skal ekki fara frekar út í þá sögu hjer.
Til eru sögur um sama efni (menn og viðburði), en
ólíkar að víðáttu. Er þá munurinn aðallega í því fólg-
inn, að önnur „útgáfan" er orðfleiri en hin, hefur miklu
ttieira af samræðum, sem engu auka við efnið, og þar að
auki er orðalag öðruvísi með ýmsu móti. Svo eru
einkum Bandamannasaga og Harðarsaga.
Bandamannasaga er t. d. í 2 myndum (handritum).
Áf hinni nýju útgáfu má greinilega sjá muninn. í for-
^álanum er gerð grein fyrir báðum myndunum. Spurn-
ingin er nú, hvor er eldri og þá upphaflegri. A. Heusler
hafði það fyrir satt, að það væri meiri sagan; jeg hygg
attur á móti, að það sje hin styttri og liggja þar til ýms
rök, sjá formálann. En hvort sem heldur er, þá er sag-
an glögt vitni þess, hversu menn gátu breytt sögum,
hvort sem heldur er, stytt þær eða lengt þær.
Harðarsaga er líka til í 2 myndum, þó er af annari
ekki til nema upphafið, eitt einasta blað, en hin er til í
heilu líki. Það sem stendur á fyrsta blaðinu svarar til
^ fyrstu kapítula í heilu sögunni. Þar af má sjá, hve
ttiiklu víðáttumeiri hún er. Jeg er heldur ekki í neinum
vafa um, hvernig dæma beri þessar 2 myndir sögunnar.
Sagan er ekkert annað en sú, sem brotið sýnir, en miklu
víðáttumeiri, á líkan hátt og er með Bandms. meiri,
2*