Skírnir - 01.01.1934, Page 26
20
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skírnir
málalengingar alstaðar, samræður og þvíumlíkt, og þar
að auki full af ótrúlegustu hrottasögum og æfintýrum.
Það sem einna greinilegast sýnir málið eru vísurnar;
þær eru mjög úngar, ýngri en í nokkurri annari sögu;
og ekki er hægt með nokkuru móti að gera það senni-
legt, að þær sjeu ýngri en sagan og stúngið inn í hana
eftir að hún var samin. Dr. Vera Lachmann hefur fyrir
skömmu ritað bók um söguna og vill sanna, að (meiri)
sagan sje sú upphaflega, en „sannanir“ hennar eru flest-
ar eða allar fráleitar og sýna, hvað útlendingum lætur
illa að skilja hlutina og þá ekki síst sjálft málið á sög-
unni, stílinn. Jeg get ekki farið hjer frekar út í þetta
mál, en verð að vísa til athugasemda minna í grein sem
prentuð mun verða innan skamms í Arkiv f. nord.
filologi.
Þó að segja megi, að þessar tvær sögur hafi ekki
mikla þýðingu í því máli, sem hjer um ræðir, þá sýna
þær þó, hversu sjálfræðislega menn fóru með eldri rit.
Þessari sjálfræðislegu meðferð má fylgja alla 13. öld
(og reyndar um alla 14. öldina). Þar má kenna óslit-
innar sögumeðferðar, svo að engin gloppa er þar nein-
staðar. Það er heldur engin gloppa, þó að einstöku sög-
ur, svo sem Kormákssaga og Grettla hafi ekki verið
samdar fyrr en undir lok 13. aldar; þær eru liður í
óslitinni sagnritun alla öldina.
II.
Eftir þessar athugasemdir, sem gætu verið ræki-
legri, en ættu að vera nógar í þessari grein, skal jeg nú
snúa mjer að Njálu og get jeg þá ekki hjá því komist
að gera ýmsar athugasemdir við bók EÓS, með því að
jeg hef þar mál að verja.
EÓS hefur bók sína með því að ræða um það, sem
hann nefnir „viðaukakenningu“, og fer um hana frem-
ur óvirðulegum orðum, og ekki alveg sanngjörnum. —
„Hún er í stuttu máli á þá leið, segir hann, að allar ís-
lendingasögur sjeu meira og minna breyttar í afritum,