Skírnir - 01.01.1934, Page 27
Skírnir] Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. 21
varla sje nokkur saga til í frummynd sinni“; segir hann
svo: „Þannig er þá öll sagnaritunin á ringulreið“. Þessi
setníng hefði mátt vera órituð. En getur EÓS bent á
nokkura sögu, sem sje til í frumriti? Sýnir ekki hver ein
einasta útgáfa, sem gerð er eftir öllum handritum, er til
greina geta komið, að skrifarar hafa breytt til, hver
eins og honum datt í hug? Sýnir ekki Njála sjálf þetta
fullgreinilega, þar sem orðamunur handritanna fyllir
helmíng eða meir af hverri einustu síðu, svo að segja?
Frekari vitna þarf eigi við. Hvað innskot og líkar breyt-
mgar snertir, þarf jeg ekki annað en vísa til þess, sem
hjer að framan er skrifað. Það þýðir ekkert að reyna
til að gera lítið úr „viðaukakenníngunni“; hún stendur
á grundvelli styrkum „sem steinabrú“. Það er ekkert
..trúaratriði, að allar sögur hljóti að vera gjörbreyttar
að mynd“ (s. 19), og sá reikníngur, sem stenduT á bls.
20—21 er gjörsamlega þýðingarlaus. Mjer vitanlega
hefur enginn heldur sagt, að sögurnar væru alment
..8'jörbreyttar að mynd“, en þær breytíngar, einkum á
stíl, sem í handritunum er að finna, getur enginn efað,
°g ekki heldur EÓS. Sá orðamunur, sem í Njálu finst,
er þannig, að hann reisir ekki ástæðu til að yggja það,
kð öll handritin sjeu frá einu frumriti komin; það er
víst, og að því leyti hefur EÓS rjett fyrir sjer, er hann
heldur því fram. Ágreiníngurinn kemur þá, er spurníng-
in verður um, hvort þ a ð frumrit (-handrit) sögunnar
sje frumsagan sjálf. Það hyggur EÓS að sje, en vjer,
sem til móts erum, segjum, að svo geti ekki verið. Það
kemur ekki til af neinni „viðaukakenníngu“ yfir höfuð
(„teóretiskri“ skoðun alment), heldur af gagngerðri
vannsókn á sögunni sjálfri og eiginleikum hennar, auð-
vitað með hliðsjón á öðrum sögum og þeirra gerð.
Áður en lengra er farið, lystir mig að skjóta hjer
mn kafla úr bókmentasögu minni um ýmsar misfellur
í sögunni:
„Hallgerði er lýst hjerumbil á sama hátt þrisvar
sinnum (í 1. og 9. og 33. kap.). Þetta bendir ekki á einn