Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 28
22
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skírnir
og sama höfund. 4. skiftið, sem hári hennar er lýst (í 13.
k.), er annars kyns. Skýring Bááths (á 95. bls. aths.) er
ekki nóg. Hálfbróðir Njáls, Holtaþórir, er nefndur í 20.
k. á hæfilegan hátt; engu að síður er hans aftur getið
á líkan hátt í lok 96. k. (efni þessa kapítula er annars
mest um Hall og ætt hans) eins og hann (Holtaþórir)
hefði ekki verið nefndur fyrri (,,Þórir hét maðr“), og
þetta er í öllum handritum. Þetta hlýtur að stafa frá
ritstjóra, og það er þýðingarmikið, þvíað það bregður
birtu yfir kapítulann á undan og ættartölurnar yfir
höfuð. Meðal sona Halls, er þar eru nefndir, er Kols
ekki getið, og er hann þó nefndur síðar, í k. 146—7. —
I lok sama (20) kapítula er barna Njáls aðeins lítil-
lega getið, en synir hans eru ekki nafngreindir eða þeim
lýst fyrr en í 25. kap; ekki verður sjeð, hversvegna þetta
er gert *hjer, og ekki gert þegar í 20. kap. — í lok 53. k.
biður Otkell Rúnólf í Dal um, að láta son sinn njóta góðs
af vinfengi þeirra; þetta ætti að benda á, að til þessa
kæmi (eða ætti að koma) síðar í sögunni, en neitt slíkt
kemur aldrei fyrir. Það liggur eins nærri að skýra þetta
svo, sem þessi hjálp hefði fallið úr við breytíngar á sög-
unni, eins og að ,,höf.“ hefði gleymt því. — 1 k. 59i0 er
Högna Gunnarssyni lýst og aftur stuttlega í k. 79; þar
er og Grana lýst; hans var líka getið á fyrnefndum stað;
og enn er Högna lýst, næstum á sama hátt í k. 782a. Hjer
bætist svo ennfremur það við, að Högni er í lok k. 80
sagður að vera ,,úr sögunni“; þó er hann nefndur enn
þrisvar sinnum og tvisvar sem starfandi. Þetta er full-
ljóst. — Valgarður grái gerir ekki mikið annað
í sögunni en að koma og hverfa, helst til þess að betra
rúm verði handa Merði, sem kemur eftir aldri sínum alt
of snemma til sögunnar. í k. 65 er sagt, að Valgarður
fæi’i utan um sumarið, en í k. 75 er hann — eftir öllum
handritum — heima, en engin frásögn er um heimkomu
hans. — Það sem í k. 91 segir um Hrapp finst í k. 88
nærfelt með sömu orðum. — Enginn vafi getur leikið á
því, að skildir þeirra Kára og Helga með Ijóni og hirti í