Skírnir - 01.01.1934, Side 29
Skírnir] Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. 23
k. 92 stafar frá seinni tímum. — Þegar sagt er í k. 93
uPPh., að Ketill í Mörk hafi verið giftur dóttur Njáls,
fær lesarinn þá hugmynd, að hann hafi ekki verið nefnd-
ur fyrr, en svo er það þó; þetta stafar frá ritstjóra; í
einu af 6 handritum sögunnar er frásögnin leiðrjett með
orðunum „sem fyrr var sagt“; annað hdr. breytir nokk-
uð til. — I sama'kap. 8.—10. 1., er setníngin „var — grið-
um“ innskot, hún stendur í 3 handritum, en vantar í 4.
Það er þar, að orðið ,,grið“, sem Lehmann — Carols-
feld áfella svo mjög, stendur. — Allur kaflinn um lög-
^jettuna í k. 97 er að vísu innskot; hann vantar í hdr.
sem alls og alls er eitt af bestu handritunum. Sama
gildir k. 113 i4-2o, — Rúnólfur í Dal sagður í k. 115
búandi í Dal, en það hefur verið sagt tvisvar áður,
en það er sem hann sje nú fyrst nefndur („þar bjó Rún-
ólfr, sonr Úlfs aurgoða“). — íngjaldur á Keldum er
nefndur og systir hans Hróðný og sagt greinilega frá
þeim og forfeðrum þeirra í k. 116, og þó hafa bæði verið
nefnd á hæfilegan hátt í 25 k. — Mörður er sagður gift-
ur dóttur Gissurar hvíta í k. 117, en þetta var sagt í sög-
unni um Gunnar, k. 65. — í k. 119 og 134 stendur sama
ættartalan að ástæðulausu. — í 119. k. eru móðgunar-
yrði Skarphjeðins um höfðíngjana, sumt af þeim get-
ur verið fornt, en sumt hlýtur að vera tilbúið síðar og
seint, og þá einkum svar hans til Guðmundar ríka; hann
hrósar Skarphjeðni og segir ekkert niðrandi, nema
»og er þó maðrinn ógæfusamligr“. Skarphjeðinn bregð-
ur honum um það ámæli, sem samkvæmt Ljósv.s. þá
var enn ekki til. — Frásögnin um jaxlinn Þráins í k. 130,
sem sumum kann að hafa þótt gaman að, er hlægilegt
skrök; Skarphjeðinn á að hafa geymt hann í pússi sín-
um og meitt mann með því að kasta honum í augað á
honum, „svá at þegar lá úti á kinninni“ (!!). Alt þetta
er úngt innskot, það sjest m. a. af því, að þar sem sagt
er frá drápi Þráins [úr honum átti jaxlinn að vera], er
jaxlsins alls ekki getið; aðeins í einu hdr. er það nefnt,
en setningin er þar auðsjáanlega innskot. Eftir allri frá-