Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 30
24
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skírnir
sögninni um Skarphjeðin við það tækifæri er það líka
alveg ómögulegt, að hann hafi haft tóm til að tína jaxla
upp, að því alveg sleptu, hvað ósennilegt það er, að
tennur detti svo úr. — Þrisvar sinnum er sagt frá því,
að Flosi var giftur Steinvöru, dóttur Síðu-Halls (k. 95,
134 og 153). — Auk alls þessa og fleiri hluta eru ýmsir
annmarkar, t. d. að stundum eru nefndif menn, svo sem
væru þeir þektir, og stundum er bent til viðburða, sem
ekki hafa fyrr nefndir verið“.
Alt þetta, sem hjer er talið, er nóg til að sýna, að
sagan getur ekki verið í sinni upphaflegu mynd í hand-
ritunum, þó að sumt kunni að þykja veigalítið. Það bend-
ir á ritstjóra, en ekki höfund. Það er meir en nóg til að
vekja efa um, að alt sje með feldu, auk alls annars sem
til greina getur komið um gerð söguheildarinnar1).
Þegar EÓS segir, að, þó að aðrar sögur sje með inn-
skotum, er ekki sagt, að Njála þurfi að vera það, þá er
sú setníng í rauninni alveg rjett, alment skoðuð. En það
er líka eins rjett að spyrja: getur ekki Njála haft inn-
skot, einsog sumar aðrar, og er hún ekki ritstjóra-verk
í þeirri mynd, sem hún nú er í? Það er ekkert undarlegt,
að svo megi spyrja, og það er heldur ekkert undarlegt í,
að menn komist að þeirri niðurstöðu, þar sem svo mart
bendir í þá átt.
Jeg þykist ekki þurfa að gefa yfirlit yfir efni sög-
unnar. Jeg vil aðeins minna á, að mestallur fyrri helm-
íngur sögunnar er Gunnars saga, að dauða hans og sætt-
inni eftir hann, til k. 80. Þó er það ekki fyrr en í 19. og
20. kap., að Gunnar og svo Njáll koma til sögunnar.
Það sem þar er fyrir framan er um Hrút og Unni og
Hallgerði. Sagan sjálf hefur aldrei heitið annað en
Njáls saga (Njála) ; eftir því er Njáll höfuðpersónan, en
það er hann eiginlega ekki fyrr en í síðari helmíngnum.
Ef að líkindum færi, hefði sagan átt að hefjast á Njáli
1) EÓS hefur reynt til að hrekja það, sem hjer hefur verið
fundið að, eða skýra það á annan veg.