Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 31
Skírnir] Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega.
25.
og hans ætt, eins og á sjer stað í öllum öðrum sögum.
Hugleiðíngar EÓS (á bls. 227—8) eru hvergi nærri nóg-
ar til að skýra sagnanöfn, og sjerstaklega Njálu.
Jeg hafði í fyrstu hugsað mjer, að til hefði verið
sjerstök Gunnarssaga, sem svo hefði verið steypt saman
við Njáls sögu, og sú samsteypa væri Njála, sem nú er
Hl. Síðar hugsaði jeg mjer annað, að sá, sem bjó til
Njálu, sem nú er, hefði sjálfur samið söguna um Gunn-
ai* og skeytt henni framan við (hina eldri) Njáls sögu.
Jeg var þó ekki fullráðinn í því, hvor skoðunin væri
rjettmætari, og er það í rauninni ekki enn. Ef vel er að
gáð, er munur á sögunum að ýmsu leyti. Sagan um Gunn-
ar er miklu fornaldarsögukendari en Njála (þ. e. kap.
107 og áfram). En þetta væri mikið mál að fara útí, og
fremur óþarft, því það hlýtur hver aðgætinn lesandi að
finna. Um vísurnar er alveg óþarfi að tala. Um þær er
EÓS mjer alveg samþykkur, að því er mjer skilst. Eitt
atriði vil jeg þegar hjer geta um, það eru tökuorðin.
EÓS tínir þau upp á bls. 312—15. Þau eru alls 18. En
það þarf að kryfja þessi orð nánar en EÓS hefur gert.
Ef að er gáð, koma ekki færri en 12 eða % á Gunnars.
sögu, þ. e. miklu fleiri þar en í Njáls sögunni. Þau eru:
/«ls, jústa, kurteiss, leó, náttúra, opinberliga, panzari,.
Vrófa, púta, sukk, treyja, tunna. Sum af þessum orðum koma
fyrir þegar um 1200 á stángli. Hin 6 eru: bik, bótar, bukl-
ari, frú, mútr, pálstafr. Af þessum orðum eru að minsta
kosti frú, bik, pálstafr og buklari miklu eldri orð, og kom-
in inn í málið þegar á 12. öld eða fyrr; mútr er alveg óvíst
um. Pálstafr kemur aðeins fyrir í Brjánsþætti, þ. e. ekki
eiginlega í Njálssögunni. Það er því af þessu ljóst, að
það e r munur á fyrra og síðara helmingi Njálu. Það
getur eklti annað en styrkt mína skoðun.
EÓS. er því samþykkur, að 3 eldri kaflar eða efni
eru teknir upp í söguheildina, en að höfundurinn hafi
&ert það sjálfur.
Það eru fyrst æ 11 a r t ö 1 u r n a r (s. 39 og áfr.).
EÓS. skýrir greinilega frá minni skoðun um þær, en