Skírnir - 01.01.1934, Page 32
26
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skírnir
reynir til að veikja hana. Hann tekur sjerstaklega fyrir,
að ætt íngjalds á Keldum er rakin í sögunni kap. 116, en
hann var þó nefndur í 25. kap. Þar hefði ættartalan eftir
minni skoðun átt að standa. Þar er Hróðný systir hans
nefnd og sonur hennar við Njáli, svo að þar var full
ástæða til að gera grein fyrir þeim systkinum með ætt-
artölu. Auðvitað má skýra upptök ættartölunnar hjer
(hvað er það, sem ekki má skýra?), en hvað veigamikil
skýringin er, er annað mál. Ættartölurnar geta „verið
til nytsemdar"; auðvitað geta öll „innskot“ verið til „ein-
hverrar nytsemdar“, en þar með er ekki sannað, að þau
sjeu ekki innskot. Svo mikið er víst, að ættartölurnar,
oftast mjög víðáttumiklar, eru alveg óþarfar, og slíkt
finst ekki í nokkurri klassiskri sögu. Svo lángra ættar-
talna var ekki fremur þörf í Njálu en í öðrum sögum,
og ef þær stafa frá höfundi Njálu, í skilníngi EÓS, þá
hefur hann verið klaufi í samanburði við eldri söguhöf-
unda. En hvernig á að skýra, að sama ættartölurollan
er tvítekin?, eða var það svo gagnlegt? Svo er um ætt-
artölu Ljósvetnínga, hún er bæði í kap. 105 og 119, —
er þar ekki sjerlega lángt í milli, svo að valla getur
verið um „gleymsku" að ræða1). Slíkt hefði enginn frum-
höfundur gert. Þetta eina dæmi er nóg til að sýna, að
ekki er alt með feldu, og miklu líklegra, að slíkt stafi
frá ritstjóra. Það sem EÓS segir á bls. 86 er það, sem
latínumenn kölluðu speciosius quam verius.
Þó að s k ý r a megi ættleiðslu manna með ýmsum
hugleiðíngum, þá er það þó víst, að ættartölurnar eru
oft óþarflega lángar og alveg óþarfar til þess að skýra
ættarsambönd. T. d. þurfti ekki alla rolluna um Snorra
goða í 114. kap. til þess að skýra vensl hans við Eyjólf
í kap. 139 (130 er prentvilla s. 42). EÓS játar og þetta
sjálfur (s. 43). Er þá ekki rjettmætt að segja, að „höf-
undur“ hafi ekki verið heppinn að öllu?
EÓS álítur, að allar þessar ættartölur sjeu teknar
1) Sama er að segja um endurteknínguna í k. 134 (frá k. 119).