Skírnir - 01.01.1934, Side 33
Skírnir] Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. 27
úr einhverju miklu ættartölusafni. Af slíku safni eru nú
€kki örmöl til, og þó er EÓS ekki hikandi í því að ætla,
að svo hafi verið. Auðvitað er ekki hægt að neita til-
veru slíks safns, en varlega skyldi maður gera ráð fyrir
úenni, ekki síst EÓS, sem vill alveg neita tilveru eldri
Njálu, af því að ekkert sje til af henni. Til er brot af
ættartölu, sem prentað er aftan við Landnámu 1843,
en gerð hennar er með öðru móti en ættartalnanna í
Njálu og ekki gerandi að skoða hana sem sönnun. —
Jeg vil svo ekki fjölyrða um þessar ættartölur; í mín-
nm augum skýrast þær miklu betur sem innskot ritstjóra
en stafandi frá frumhöfundi. Hugleiðíngar standa hjer
nióti hugleiðíngum.
Önnur heimild eftir EÓS er Kristni-þátturinn, þ. e.
kap. 100—05. Hjer er nú innskot ritstjóra í mínum aug-
nm öllu ljósara, og mikill k 1 a u f i má f r u m höf-
undur hafa verið, hafi h a n n tekið þann þátt upp í sögu
sína, jafnlítið sem hann hefur að gera í sögu um Njál.
Það er keiprétt, sem EÓS hefur eftir P. E. Muller, að
þátturinn slíti þráð sögunnar, en hann gerir eiginlega
nieira, hann kemur sögunni í heild sinni ekkert við. Það
«r lífs ómögulegt að koma neinni skýringu við, sem dugi.
í*að sem EÓS tilgreinir eftir Bédier (s. 46—7) er hjer
gersamlega þýðíngarlaust; það er hugleiðíng, sem ekk-
ert sönnunargildi hefur í sjer. Það er meira vert að taka
eftir því, að hinir gömlu sögúhöfundar vissu upp á hár,
hvað heyrði sögu til, og það er oftar en einu sinni að í
sögum stendur „en það kemur ekki við þessa sögu“.
Þeir forðast eins og heitan eldinn að setja óviðkomandi
þætti eða sagnir inn, bara til að skemta tilheyrendum
{eða lesendum). Það er engin ástæða til að ætla, að
höfundar á síðara hluta 13. aldar hafi ekki haft sömu
skoðun eða skilníng. Kristniþ. sver sig greinilega í ætt
við samsetníngu sem Ólafssögu Tryggvas. hina meiri og
meðferð manna á sögum um 1300 og þar á eftir. Hjer
er nú ýmislegt til sönnunar. í fyrsta lagi, að þátturinn
stendur á röngum stað eftir tímatali. Þetta er nú ekki