Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 34
28
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skírnir
eins ómerkilegt og EÓS telur. Þóað menn hefðu ekki
tímatal eftir árum, þá er þó viðburðaröðin í sögunum
jafnaðarlegast rjett, að því er sjeð verður. Þátturinn
skýrist miklu betur sem ritstjóra-innskot en frumhöfund-
ar-rit að þessu leyti. Það hefur verið bent á, að í k. 101
stendur, að „þetta hit sama haust“ hafi Þangbrandur
komið út. Þessi tímaákvörðun bendir ekki til neins-
framar. í byrjun kapítulans stendur, að „höfðingja-
skifti“ hafi orðið í Noregi, án frekari skýringar, en við
þetta orð getur ekki „sama haust“ átt. Alt það sem hægt
er að finna að þættinum, og það er ekki lítið, bendir á,
að hjer sje um ritstjóra-innskot að ræða, en ekki frum-
höfund.
Þriðja heimildin, sem EÓS telur, er Bríanssaga. Jeg-
skal ekki fjölyrða um hana. Það sem úr henni er tekiðr
er svo vel felt inn í söguna sjálfa, að jeg gæti gengið að
því, að það væri höfundur Njálu, sem hefði sjálfur tek-
ið það upp. Hins vegar er þó ekki lítið tekið með, sem
er með öllu óþarft, og kynni það heldur að mælá með
því, að það væri að mestu ritstjóra-innskot.
Það sem hjer hefur nú verið sagt, og ýmislegt fleira.
mætti til tína, er í mínum augum og eftir mínum skiln-
íngi nóg sönnun fyrir því, að sú Njála, sem nú er til, er
fram komin við starf ritstjóra, en er ekki eitt verk frum-
höfundar. Þetta styðst líka við ýmislegt, sem EÓS telur
vangá eða gleymsku. Jeg er vel ánægður með, að hann
hefur sjálfur getið þess í bók sinni. Jeg tilfæri þetta.
hjer, þá er það greiðara fyrir lesendur: Setningin, „er
Kári vá (vegr) í Bretlandi“ hefur „slæðst inn af van-
gá“ (91). Það sem orð Otkels benda til um beiðni hans.
við Rúnólf (um son sinn) vantar alveg; þessu veldur
„líklega gleymska höfundarins“ (243—259). Aðfinn-
íngum, sem gerðar hafa verið, svarar EÓS með (s.
243) „sumt stafar af vangá eða gleymsku“. Það er nokk-
uð skrítin þess konar skýring. Alt þetta, og fleira (fleiri
„misfellur", sem EÓS nefnir svo), verður að skýra ann-
að hvort svo, að það sýni ritstjóraverk eða klaufaskap.