Skírnir - 01.01.1934, Síða 36
30
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skirnir
Það eru aðrar eins setníngar og þær, sem nú skulu tald-
ar (og mætti reyndar telja fleiri); það eru setníngar, sem
hafa í sjer lof um mann, aðalpersónuna (oflof mætti vel
segja) ; það eru þær, sem Árni Magnússon átti við, þegar
hann sagði, að í Njálu væru Íslendíngar „stulte eveher-
aðir“, þ. e. „heimskulega ofmiklaðir"; stundum eru það
,,þvíað“-setníngar með líku efni o. s. frv. Jeg hef tínt
þessar setníngar allmargar; jeg tilfæri þær einsog þær
hljóða í hinni þýsku útgáfu minni; þær finnast í öllum
handritum sögunnar, en stundum ekki alveg eins orðaðar,
og gerir það ekki til:
slíks var ván, þvíat Hrútr er vitr maðr sagðr ok vel
at sér (k. 3),
þvíat mér líz svá, ef slíkir væri margir innan hirðar,
sem þá væri vel skipat (sst.),
hann er mikill af sjálfum sér ok manna fræknastr
(k. 8),
af þessu fekk Hrútr gott orð (sst),
þvíat hon er komin frá Sigurði fáfnisbana í föður-
ætt sína at langfeðgatölu (k. 14),
en þó ætla ek, at ek leggja mesta stund á við þik
(k. 21),
muntu þér þar vel koma sem þú ert (k. 28),
þvíat mikil ágæti voru sögð af Gunnari (k. 29),
þá þykki mér þó meiri slægð til hans (sst),
at engi var hans maki á öllu íslandi (k. 31),
ok váru þeir engir, at né eina íþrótt hefði til jafns
við hann (sst.) ;
sbr. það, sem sagt er um Gunnar og Bergljót í niður-
lagi 31. kap.
Njáll sagði hann vera enn mesta afreksmann (k. 32),
sbr. niðurlagið á k. 32, og upphafið á k. 33: váru þeir
svá vel búnir, at engir váru þeir, at jafnvel væri búnir
o. s. frv.,
ok munu vit þess þurfa at muna þat, er vit höfum
vel við mælz (k. 36),
þat höfu vit ætlat at láta okkr ekki á greina (k. 38),