Skírnir - 01.01.1934, Page 38
:32
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skírnir
hátta og þess konar orðatiltækja. Hafi mjer ekki skotist
yfir því meira (sem jeg hygg ekki muni vera), er miklu
meira af þeim í Gunnars sögu en í Njáls. Aftur að k. 77
hef jeg fundið 18, og 3 í kaflanum til 92. k., en í öllu því,
.sem eftir er, ekki nema 6. Hjer er þá aftur ekki lítill mun-
ur. Þess skal ekki látið ógetið, að sami málsháttur getur
komið fyrir tvisvar, einn þrisvar, og kemur hann bæði
fyrir í fyrri og síðari sögunni, en slíkt er auðvitað þýð-
íngarlítið. Hvernig sem menn nú vilja dæma um þennan
mikla mun á notkun málshátta, þá verður því ekki neitað,
að heldur styður hann mína skoðun en hitt. Mjer er næst
að halda, að hann skeri líka úr.
Jeg sný mjer nú að öðru máli: sambandi sögunnar,
,,rittengslum“ við aðrar sögur (sbr. IV. þátt § 14 og
áfr.). —
EÓS hefur mál sitt um þetta atriði, með því að segja,
að það sje ,,engu líkara en menn haldi, að söguritararn-
ir hafi setið hver í sínu horni og skrifað sína sögu eftir
hinni lifandi arfsögn, án þess að hirða hver um annan,
og þótt þeir hafi hver um annan vitað, þá hafi þeir þó
forðast að færa sjer það í nyt“ (s. 100—01). Jeg man nú
ekki til, að jeg hafi sjeð þessa skoðun á prenti fyrr eða
heyrt. Um þetta mál má h u g s a sjer ýmislegt, þó að
lítið eða ekkert v i tu m vjer um slíkt. EÓS hyggur, að
því er mjer skilst, að sögurit og sögurnar hafi verið al-
kunnar í öllum byggðum landsins. Hann segir (s. 88),
,,að Ari og rit hans voru kunn um land alt“. Hvaðan
veit hann slíkt? ísl.bók Ara hin fyrri og meiri er ger-
samlega týnd, og hefur varla verið til í mörgum ein-
tökum; hin ýngri var til á 17. öld í einu einasta gömlu
skinnhandriti, sem einhvern veginn hefur týnst; sem
betur fór hafði Jón Erlendsson skrifað það upp tvisvar.
Þetta bendir nú ekki á, að bókin hafi verið víða til.
Hinsvegar vitum vjer, að hin eldri bókin var nokkuð
þekt af því, hvað hún var notuð af öðrum höfundum.
Snorri notaði hana, Oddur múnkur á Þíngeyrum notaði
hana (um 1190), sömuleiðis Gunnlaugur, samtímismað-