Skírnir - 01.01.1934, Page 39
Skírnir] Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega.
33
ur Odds og klausturbróðir. Svo hefur höfundur Laxdælu
°g Eyrbyggju þekt hana, og var við því að búast; enn-
fremur hafa höfundar ýmsra sagna þekt Ara, en þær
niunu allar vera frá Vestur- og Suðvesturlandinu. Þetta
er alt vel skiljanlegt; hins vegar verður Ara ekki vart í
hinum fjórðúngum landsins. Fyrir því hygg jeg, að of-
angreind orð EÓS sjeu ofmælt. Eins hyggur EÓS (s.
191), að ,,Sturlúnguvísur“ (og þá „Sturlúnga“ sjálf?)
hafi verið „landskunnar“. Hvernig er hægt að segja
slíkt? Af Sturlúngu þekkjum vjer örfá, nú 2 aðalhand-
íit, sem bæði voru frá Vesturlandi (eða Vestfjörðum)
komin. —
Lítum vjer nú á aðrar sögur, verður það sama uppi
á teníngnum. Flestar af þeim eru til aðeins í einu eða
tveimur handritum (brotum), sjaldan fleirum, svo sem
Egilss., Laxd. og Eyrb., og svo Njála. Ef nokkuð má leiða
út af þessu sem líklegt sje, þá er það það, að sögurnar
hafi ekki verið til í ýkjamörgum handritum hver, og að
þessi (þau) handrit hafi helst verið til í þeim sveitum,
sem þær voru bundnar við. Því miður gefa handritin
sjálf oss enga eða litla frekari upplýsíngu um, hvar þau
sje skrifuð, svo að af því verður lítið ráðið. En vilji
menn gæta hófs í ályktunum, virðist mjer það sennileg-
ast, að sögurnar hafi verið mest kunnar í þeim sveit-
um, sem þær gerast aðallega í, en lítið þar fyrir utan.
Auðvitað hafa handritin getað verið lánuð í aðrar sveit-
ir um tíma, en varla hefur nokkur einn maður haft all-
ar eða flestar sögurnar með höndum. Snorri verður auð-
vitað undanþága; hann hefur hlotið að hafa allar eða
flestar eldri konúngasögurnar að minsta kosti. En telja
má hann að því leyti alveg einstakan. Þetta eru almennar
athugasemdir reyndar, en þær eru, eins og sakir standa,
ómótmælanlegar.
Lítum nú á, hvað EÓS segir um „rittengsl“ Njálu
við aðrar sögur. Fyrst skal þess getið, að Nj. vitnar einu
sinni í „Ara fróða“ (k. 114), en þetta stendur í ættar-
tölu Snorra goða, og er þá líklegast tekið úr þeirri heim-
3