Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 40
34
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skírnir
ild; orðin sýna þá alls ekki neitt um, hvort ritstjóri (eða
höfundur) Njálu hefur sjálfur þekt rit Ara.
Hugleiðíng skal jeg þegar nú setja fram um „rit-
tengsl“. Til þess að ákveða rittengsl þarf töluvert af lík-
um, og er þá samanburður á stíl og atburðum og mann-
lýsingum aðalatriðið. Þá er undir því komið, hvað mikið
er af líku í tveim sögum og eins hvernig líkíngin er. Ef
sömu setníngar og orðalag kemur nokkuð oft fyrir, þá
er líklegt, að um stælíng sje að ræða í öðruhvoru ritinu,
og þá er allajafna hægt að sjá, hvort ritið er eldra. En
þegar aðeins koma fyrir stöku orðatiltæki hin sömu í
2 ritum (sögum), verður málið erfiðara. Tveir höfund-
ar gátu vel notað sömu orð í setníngu, sömu talshætti,
þó að hvorugur ,,láni“. Málið átti svo mikið af setníngum
og talsháttum, sem hver maður kunni og gat notað í
riti, þegar því var að skifta, án þess að taka það hjá
öðrum. Svo er enn í dag. Líkir viðburðir fengu líka frá-
sögn. Þessi hugleiðíng hygg jeg sje sígild. Sem eitt dæmi
þess, sem hjer er sagt, skal jeg nefna þá setníng, sem
EÓS tilfærir: ,,en er þeir kómu heim, urðu menn
þeim f e g n i r“ (Nj.) : „Þetta frjettir Óláfr faðir
hans, og aðrir frændr hans ok verða fegnir
mjök“ (Laxd.). Að álíta, að þetta í Nj. sje sótt í
Laxd., finst mjer með öllu óþarft og ólíklegt!
EÓS bendir nú í fyrsta lagi á ýmislegt, sem Nj.-
höf. hafi tekið úr Laxdælu, og jeg hygg, að hann hafi
rjett mál. Það er svo mart, og sumt sjerstakt sem
hægt er að nefna, að það er ekki vel hægt að hugsa sjer
annað en að Nj. hafi fengið það úr Laxd. En svona setn-
íngar, sem sú er nefnd var, þarf ekki fyrir því að vera
það. 5) Þar næst tekur EÓS Heiðarvígasögu, sem Nj,-
höf. hafi notað eða lánað hjá. Mjer þykir þetta meir en
vafasamt. Fyrst er draumur samkynja um varga-árásir;
þar eru orð einsog „ek sjá varga mjök marga“. „Kæmi
1) Þess má geta, að nær alt, sem EÓS telur, er úr „Gunnars-
sögu“, en það kann að hafa eðlilegar orsakir.