Skírnir - 01.01.1934, Side 41
Skírnir] Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega.
35
at þeim vargar margir“; hvernig ætti að orða slíkt öðru-
vísi? Tvær frásagnir um skilnað hjóna með líkum at-
burðum varð að segja með líkum orðum („nefna sér
vátta“, segja skilit við“ o. s. frv.) ! Að atburðurinn sjálf-
ur sje tekinn úr annari sögu, er alveg ósannanlegt. Jeg
get ekki rakið hjer alt það, sem tilfært er. Setníngar sem
,,að hafa vel í höndum“ var alment mælt mál. ,,Að melta
e-ð með sjer“ sömuleiðis. Það er með öllu þýðíngarlaust
að vilja telja mönnum trú um að hjer sje um „lán“ að
ræða. Eða: „við eigum systr tvær“: „þeir áttu systr
tvær“. Það er ekki óhugsandi, að „Nj.-höf.“ hafi þekt
Eyrbyggju enda er hún vesturlensk einsog Laxdæla. Þó
er ekki mikið, sem tilfært er, að sje lánað þaðan; það
sem sýnist mest sannfærandi er hið sameiginlega orð:
klektunarmaðr. En að bera saman setníngar sem: „hvárt
nam þik eða eigi“ og „ball þér nú bófi“ nær engri átt.
Annars er frásögn þessara rita um sumt (hið sama)
hvor annari ólík, sem EÓS líka tekur fram. Jeg læt það
hggja milli hluta, hvort Eyrb. er notuð — og þá líklega
óbeinlínis — eða ekki, vil hvorki játa nje neita.
Hvað aðrar sögur snertir, sem Nj. á að hafa fengið
orðatiltæki frá (Dropl., Vopnf., Gunnarsþ. Þiðr., Hænsa-
þ„ Bandam., o. s. frv.), trúi jeg ekki einu orði um lán
frá þeim; það er alt smávegis og lítt sjerstakt og líks
kyns sem það, sem nefnt hefur verið, en það yrði of lángt
að fara út í hvert einstakt dæmi. Sumstaðar er talað um
líka viðburði, en orðalíking engin (sbr. EÓS s. 132).
Ef gáð er að þessum ,,líkíngum“, sem EÖS telur og
nokkra þýðíngu hafa, þá eru þær lángflestar úr „Gunn-
arssögunni". Jeg vil þó ekki leiða neinar frekari ályktan-
ir út af því, en það er þó jafngott að þess sje gætt.
Kaflana, sem tala um rit, sem hafi notað Njálu, skal
jeg ekki fara hjer neitt út í. í þessu máli er það þýð-
íngarlítið.
Jeg er einn af þeim, sem EÓS á við, er hann segir
(s. 153) : „Ekki geng jeg þess dulinn, að menn, sem á
annað borð eru ófúsir að viðurkenna þá aðferð, sem hjer
3*