Skírnir - 01.01.1934, Síða 42
36
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skírnir
hefur verið beitt [þetta tek jeg ekki til mín, ,,aðferðin“
er rjett og ólastanleg, en hitt er síður, hver árángur er
leiddur út af henni og með henni] muni benda á eitt og
annað af líkíngaratriðum þessum og telja of veikt, of
vafasamt. Og því fer mjög fjarri, að mjer komi til hug-
ar að vilja fullyrða, að hvert og eitt þeirra sje vafalaust".
Þetta get jeg skoðað sem nokkurs konar viðurkenníngu
á því, sem jeg hefi hjer athugað, þóað mjer sje það full-
ljóst, að EÓS fer lengra en jeg get farið. Samferða verð-
um við varla.
EÓS þekkir vel alt það, sem áður hefur verið ritað
um efnið,-og notar það yfirleitt á hóflegan og hæfileg-
an hátt. En hraparlegt má það þykja, að taka nokkurt
tillit til draumóranna hans Hermanns; til þeirra er vísað
á 2 stöðum (eða 3 þó). Þetta er beinlínis blettur á vís-
indalega jafngóðri bók sem hún annars er. EÓS hefði
líka að skaðlausu getað slept ritgjörð Kincks, því á
henni er sannarlega lítið að græða. Kinck var skáld, en
vísindamaður enginn, hann vantaði alveg þekkíngu og
nám til þess að geta dæmt um íslenskar sögur og sögu-
ritun. En hjer er þó nokkuð öðruvísi máli að gegna, og
það má auðvitað skilja, að EÓS hefur talið það skyldu
sína að taka tillit til þessarar ritgjörðar. Krítík EÓS
get jeg vel fallist á.
Um lagakaflana get jeg vísað til þess, sem jeg hef
sagt um þá í Njáluritgjörð minni, og hef jeg ennþá sömu
skoðun, sem þar er sett fram. EÓS hallast eindregið að
skoðun Guðbr. Vigfússonar, að „höf.“ Njálu hafi notað
skrifaðar lögbækur, og hann sýnir sig aftur sem dug-
legan málfærslumann eftir reglunni: „alt má verja“, og
„alt má skýra“. Ef ,,höf.“ hefði notað lagahandrit, hefði
mátt búast við því, að hann hefði getað skrifað rjett upp
úr þeim. Nú er hann ekki í fullu samræmi við laga-
handrit, sem nú eru til, og eru þau þó afbragðs-handrit.
Þá er það tekið til bragðs, að vísa til t ý n d r a hand-
rita; það hafi til verið mörg önnur handrit, sem kunni
að hafa verið nokkuð öðruvísi en þau sem nú eru til, og