Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 44
38
Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega. [Skírnir
Eins og menn sjá, eru hjer ýmsir möguleikar; þaS mun
reynast lífs ómögulegt að færa fram sannanir fyrir ein-
hverjum af þeim, sem allir geti hylt.
Jeg má ekki orðlengja þetta mál miklu frekar. Jeg
hef skrifað þessa grein bæði til þess að segja, hvað mjer
þykir gott í bók EÓS, og líka til þess að gera grein fyrir
minni afstöðu, og ekki síst til þess að sýna, að EÓS get-
ur ekki hafa sagt hið síðasta orð um Njálu.
Jeg get þó ekki endað mál mitt án þess að andæfa
nokkuð því, sem EÓS segir um nafnið. Hann segir (á s.
228), að þó að sagan heiti Brennu-Njáls saga, þurfi hún
ekki að vera „ævisaga“ Njáls, heldur geti líka sagt frá
mörgu öðru. Þessu verð jeg að mótmæla. Njáll er og
verður aðalmaður sögunnar, og eftir aðalmanninum eru
sögurnar kallaðar, þegar þær eru ekki kendar við stór-
ættir. í sögum þeim, sem kendar eru við einstaka menn,
er sjaldnast skýrt frá æsku eða uppvexti þeirra nema þá
1 fáum og almennum orðum. Saga Þorgils og Hafliða,
sem EÓS nefnir, er auðvitað ekki æ v i saga, en þeir eru
aðalmennirnir, og það er nóg. Sama er að segja um
Hænsaþórissögu. Hænsaþórir er aðalmaður sögunnar,
sem alt snýst um. EÓS segir sjálfur: ,,En sagan efnir hjer
meira en hægt er að krefjast, því að Njáll er aðalsögu-
hetjan“. Fyrri setníngin er mjer svo að segja óskiljanleg,
um þá síðari erum við samdóma.
Að lyktum eina litla athugasemd. Á s. 92 segir EÓS,
að ekki sje unt að segja, hvort þær ættartölur, sem
hann gerir ráð fyrir að til hafi verið, hafi verið „sam-
felt rit eða ekki“ — þetta er auðvitað sjálfsagður hlut-
ur —, en hann getur heldur hugsað sjer, að „sumar
þessar ævir hafi gengið lausar, verið það, sem mið-
aldamenn kölluðu schedæ“, og svo vísar hann til út-
gáfu H. Hermannssonar af Ara fróða. Orðin eru ekki
ljós. Hvað eru ,,miðaldamenn“? Það sem vísað er til,
eru orð H. Hermannssonar um, að bók Ara hafi frá önd-
verðu verið kallað „schedæ“. Þetta er fullkominn mis-
skilníngur. Vjer vitum ofurvel, hvað bók Ara hjet. Hún