Skírnir - 01.01.1934, Side 48
42
Spámenn ísraels.
[Skírnir
ald Níelsson, en hún er óprentuð og aðeins kunn guð-
fræðingum. Þessar línur bæta lítið úr þeirri þörf, sem
á því væri, að saga spámannanna væri rækilega rituð
á íslenzku. En sumum til dálítils fróðleiksauka skal hér
ósköp stuttlega vikið að helztu einkennum spámanna
ísraels og höfuðefni boðskapar þeirra.
Móse er hinn fyrsti stórspámaður með Israelsmönn-
um. Jóhannes skírari sá síðasti. En aðalfræðsluna um
spámennina fáum vér af bókum ritspámannanna svo-
nefndu, sem ýmist færðu sjálfir boðskap sinn í letur
eða lærisveinar þeirra. Er Amos fyrstur þeirra, en Daníel
síðastur. Hinir merkustu þeirra voru uppi á tímabilinu
c. 800—570 f. Kr. Verður að vísu ekki nákvæmlega
ákveðið um aldur þeirra, en allur þorri biblíufræðinga
mun aðhyllast, að Spámannabækurnar muni vera skráð-
ar eftir því sem næst verður komizt á þeim tíma, er hér
segir: 1. Amos 781—740; 2. Hósea 740—738; 3. Jesaja
740—700; 4. Míka fyrir 722; 5. Zefanía c. 630; 6. Na-
húm líklega um 625; 7. Jeremía 627—580; 8. Ezekíel 592
—570; 9. Devtero-Jesaja (honum eru eignaðir kaflarnir
Jes. 40—66) nálægt sama tíma; 10. Obadia; 11. Haba-
kúk; 12. Haggai; 13. Sakaria c. 520; 14. Malakia c. 458;
15. Jónas c. 420; 16. Jóel um 400; 17. Daníel c. 165 f. Kr.
Mikið hefir verið, og er enn, deilt um það, hvort
öll spámannaritin séu rétt feðruð, og hvaða kaflar í
þeim muni vera innskot frá síðari tímum. Verður ekki
farið út í slíkt hér. Eins vík eg næsta lítið að hinum mis-
munandi skoðunum, er menn hafa á öllum öldum haft
á spámönnunum. Eg skýri aðallega frá því, sem almennt
er viðurkennt. En þegar um ágreiningsatriði er að ræða,
held egþví fram, sem mér virðist sanni næst. Menn verða
þá að aðhyllast aðra skoðun, ef sannaiú reynist síðar.
I.
Það er málvenja, að átt er við spámenn ísraels,
þegar nefndir eru spámennirnir, eins og engir aðrir hafi
uppi verið, sem rétt eigi til þess heitis. Þetta má að því