Skírnir - 01.01.1934, Side 51
Skírnir]
Spámenn ísraels.
45
staðizt athugasemdalaust. Óneitanlega er nokkur skyld-
leiki og samband milli töframannanna, spámannaflokk-
anna og hinna eiginlegu spámanna. Samt er í raun og
veru ógerlegt að fullyrða með nokkrum rökum, að hér
ræði um eðlilega þróun og hvert stigið leiði af öðru. I
fyrsta lagi er athugavert, að Móse, semvar fyrstur hinna
^iginlegu spámanna og oft talinn mestur þeirra allra,
var uppi á gullöld töframannanna og löngu áður en spá-
ttiannaflokkarnir komu við sögur. I öðru lagi er heilt haf
a milli trúar- og siðferðisskoðana töframannanna og
flestra spámannaflokkanna annars vegar og stóru spá-
^annanna hins vegar. Og í þriðja lagi girðir það raun-
ar fyrir þessa kenning um náttúrlega þróun spámanns-
starfseminnar, að þeir, sem rannsaka spámannaritin,
komast allir að þeim sannindum, að flestir ritspámenn-
mnir hafa orðið fyrir litlum eða engum áhrifum hver frá
óðrum, og taka sjaldan upp boðskap hvers annars. Hver
u® sig er sjálfstæður og eykur á einhvern hátt við boð-
skap hinna. En eftirtektarverðast er, ef bornir eru sam-
an þeir, er fyrst voru uppi, og hinir, er komu síðast fram,
þá er ekki aðeins um framfarir að ræða, heldur og um
afturför að sumu leyti hjá þeim, er á eftir voru. Og enn
er þess að geta, að spámennirnir litu sízt á sjálfa sig
Sem lærisveina fyrri tíðar spámanna og endurbætendur
boðskapar þeirra. Þeir voru allir jafn sannfærðir um,
að þeir voru sendir beint frá Guði með ákveðnar opin-
boranir.
Eg fylgi því þeim að málum, sem geta ekki komið
auga á neina beina náttúrlega þróun spámannsstarfsem-
lxinar, þó að eg játi, að hún birtist á misháu stigi um
aldirnar. Þeim finnst bezt gerð grein fyrir þeim stigmun
a þann hátt, að ætla, að hin guðdómlega forsjón, sem
blés sannindunum í brjóst spámannsins, hafi á hverjum
fíma hagað opinberuninni eftir hæfileikum, þroska og
kringumstæðum þjóðarinnar, sem átti að læra af boð-
skapnum. Með öðrum orðum: þeim mun móttækilegri,
sem þjóðin var fyrir andleg sannindi, þeim mun meira