Skírnir - 01.01.1934, Page 53
Skírnir]
Spámenn ísraels.
47
a. að spámennirnir hefðu orðið fyrir áhrifum frá átrún-
aði annara þjóða, einkum Egipta og Babýloníumanna.
Nú þykir slíkt útilokað. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að
su eingyðistrú, sem spámennirnir boðuðu, var óþekkt
með öðrum þjóðum. Og þeir, sem mesta þekkingu hafa
«1 brunns að bera í þessu efni, fullyrða, að spámenn
Israels hafi fyrstir manna samtengt trú og siðgæði, og
boðað það, sem hvert barnið veit nú orðið, að trúin er
dauð án verkanna. Áður þótti framkvæmd helgiathafn-
anna rétt og fullkomin guðsdýrkun. Guðirnir voru ekki
alitnir neinar siðgæðisverur og því ekki við því að búast,
að þeir krefðust siðgæðis af játendum sínum. Spámenn-
irnir kenna fyrstir manna, svo sögur fari af, að Guð
heimti af öllum, sem dýrka hann: ,,Verið heilagir, því
e&, Jahve, Guð yðar, er heilagur“.
Enn er sú skýringarleið útilokuð, að spámennirnir
hafi mestmegnis dregið boðskap sinn af reynslunni.
Áherzlan, sem þeir lögðu á það, að Guð væri réttlátur
°g hagur einstaklinga og þjóða væri undir því kominn,
hve vel eða illa fyrirmælum hans væri fylgt, spratt ekki
af því, sem daglega bar fyrir augu þeirra og eyru, enda
bótt oss komi sízt til hugar fremur en þeim, að efa sann-
£ildi þeirrar kenningar. Spámennirnir reyndu það átak-
aulega sjálfir og voru þess víða vottar, að „guðsmanns-
líf er sjaldan happ né hrós, heldur tár og blóðug þyrni-
rós“. Eins sáu þeir, að sumar heiðnu þjóðirnar blómguð-
ust mikið betur en ísraelsþjóðin, sem þó var Guðs eignar-
iýður, þrátt fyrir allt og allt. Loks voru sumir þeirra uppi
a þeim tímum, er var blómaskeið þjóðarinnar í jarð-
uesku tilliti, en jafnframt öld siðleysis og allskonar spill-
ingar. En þrátt fyrir þessa reynslu, spáðu þeir þeim öllu
rtlu, sem stóðu gegn Guði, en hinum gæfu og gengi, sem
honum voru hlýðnir. Af því að ekkert gat bugað sann-
faering þeirra um réttlæti, heilagleik og vandlæti Guðs.
•rfvað sem reynslan í dag virtist segja, vissu þeir, að sá
tími var í vændum, er hver uppskæri eins og hann hefði
sáð til, því að svo var þeim opinberað eðli Guðs. Her er