Skírnir - 01.01.1934, Page 54
48
Spámenn ísraels.
[ Skírnir
rétt að geta þess, að þótt aðalhlutverk spámannanna, eins
og áður er getið, væri ekki að segja fyrir óorðna hluti, sögðu
þeir oft fyrir um framtíðina. Og sumar spásagnirnar byggð-
ust einmitt á þessari sannfæringu þeirra um réttlæti,
heilagleik og vandlæti Guðs. Þess vegna gátu þeir boð-
að þeim þjóðum dóm, sem ekkert tillit tóku til þess í
breytni sinni, og sá dómur rættist, eins og sagan sýnir.
Sumar spásagnir þeirra voru hins vegar engar ályktan-
ir, heldur beinar opinberanir.
Loks verður að nefna, að auðvitað hafa sumir menn
á þessum tímum gripið til þeirrar „sálfræðilegu skýr-
ingar“ viðvíkjandi spámönnunum, að það, sem spámenn-
irnir héldu fram að væri rödd Guðs, hafi ekki verið ann-
að en undirvitund þeirra sjálfra, sem náð hafi yfirhönd
yfir dagvitundinni. Allir vita nú á dögum, að margt býr
í undirvitund vorri, sem sjaldan eða aldrei skýzt upp á
yfirborðið, nema í svefni, óráði, dáleiðslu eða öðru ann-
arlegu ástandi. En þess eru engin dæmi, að menn af
sjálfu sér vaxi sér yfir höfuð, geti gefið meira en þeir
eiga. Hvernig áttu háleitari hugsanir að búa í huga spá-
mannanna, en þá sjálfa og nokkra aðra gat órað fyrir?
Og hvernig gat þeim komið til hugar, að ætla sinni eig-
ín undirvitund sérstæðan persónuleika, sem fræddi þá
urn himneska hluti og gæfi þeim ekkert undanfæri til
að flytja öðrum þá þekkingu, hvað sem það kostaði þá?
Óþarft virðist að fara frekari orðum um þessar né
aðrar tilraunir manna til þess að gera það skiljanlegt,
að spámennirnir hafi komið fram með eðlilegum hætti
og talað eingöngu af brjóstviti sínu. Því meir, sem vér
rannsökum spámannsritin, og því betur, sem vér hugs-
um um þessar tilgátur með þau í huga, knýjumst vér til
að viðurkenna, að aðeins ein skýring er sennileg og full-
nægjandi í þessu máli, sú, sem spámennirnir gáfu sjálfir
og trúðu með óbifanlegri vissu, að væri sannleikurinn:
að Guðs andi hreif þá og talaði fyrir munn þeirra. —
Sama máli gegnir um þá og þann, sem fullkomnaði starf