Skírnir - 01.01.1934, Síða 55
Skírnir]
Spámenn ísraels.
49
beirra: Jesú Krist, — því að vér megum aldrei gleyma,
að milli hans og þeirra er órjúfanlegt samband. Þeir töl-
uðu allir eins og sá, sem vald hafði, því að þeim var gef-
ið það að meira eða minna leyti að ofan. Þeir voru sendi-
nienn Guðs.
Um leið og vér játum það, dylst oss ekki, hve mikils-
vert er, að vita deili á spámönnunum og vera fróðir um
boðskap þeirra. Hver vill ekki hlusta eftir orði Guðs?
Eða hver má án þess vera? En áður en sérstaklega er
vikið að boðskap spámannanna, er rétt að drepa á, hvað
vér vitum sannast og réttast um það, með hvaða hætti
þeir urðu fyrir opinberunum; hvernig Guð talaði til
þeirra.
Sjálfsagt er að taka skýrt fram, að vér vitum ekk-
ert um þetta með neinni vissu. Hér getum vér aðeins
getið oss til, en sannanir fást líklega aldrei í þessu máli,
vegna þess, að í spámannsritunum er ekkert að ráði frá
því skýrt, nema helzt í tveim þeirra, eins og brátt verð-
ur getið. Þó virðist mega fullyrða af orðum spámann-
^nna, að þegar orð Guðs kom til þeirra, hafi þeir oft-
ast verið með fullri meðvitund og getað neytt allra and-
legra hæfileika sinna. Annars segja spámennirnir sjaldn-
ust annað um vitranir sínar, en að „hönd Jahve hafi hrif-
ið þá“, eða að orð Jahve hafi komið til þeirra, og boðið
°g birt þeim það, sem þeir flytja.
Af ýmsum ummælum Esekíels sýnist mega ráða, að
sá spámaður hafi oftast fengið vitranir sínar í einhvers-
bonar leiðsluástandi (sjá t. d. Esek. 2, 1; 3, 12—14; 4, 3;
11, 1 o. s. frv.). Og í Daníelsbók 10, 2—10 er sagt ber-
um orðum, að spámaðurinn hafi fengið sýnina, sem þar
rseðir um, í einhverskonar dáleiðslusvefni, sem dró úr
honum allan mátt, svo að hann gat ekki staðið á fótun-
um, en féll til jarðar. Enn benda Jer. 31, 26 og Sak.
4, 1 til þess, að spámennirnir hafi að minnsta kosti stund-
um fengið opinberanir sínar í draumi eða einhverskonar
svefni. Af þessum sökum er óhjákvæmilegt að geta
beirrar skoðunar, sem próf. Har. Níelsson hafði á spá-
4