Skírnir - 01.01.1934, Síða 56
50
Spámenn ísraels.
[Skírnir
mannsástandinu, en hann var allra íslenzkra manna fyrr
og síðar kunnugastur ritum þeirra. Próf. Har. Níels-
son taldi víst, að spámennirnir hefðu verið gæddir dul-
rænum, hæfileikum, líkum þeim, sem koma fram hjá
miðlum nútímans. Að þeir hafi haft hið svokallaða
„sjötta skilningarvit“, sem gerði þeim fært að skynja
þá hluti, sem heyra til heimi andans, og getað á hinn
bóginn betur en aðrir menn orðið verkfæri æðri vera og
tekið á móti boðskap þeirra. Próf. Haraldur Níelsson
staðhæfir í ritinu „Trúarsaga ísraels“, að slíkir dulrænir
hæfileikar hafi verið kunnir með öllum þjóðum frá upp-
hafi vega, og hafi ísraelsmenn og aðrar þjóðir trúað, að
guðdómsverur gætu náð valdi yfir mönnum, og hefðu þá
tekið sér bústað í þeim, þegar þeir voru í dáleiðslu.
eða miðilsástandi. Eins hafi slíkir menn oft sjálfir hjálp-
að sér til að komast í þetta ástand t. d. með dansi, og
með hljóðfæraslætti, svo sem enn er notað á sumum
miðilsfundum. En það var sannfæring bæði þeirra, er
komust í þetta ástand, og annarra, að veruleikur lægi
á bak við, að guðdómsverur töluðu sannarlega fyrir
munn þeirra, sem voru í hinu annarlega ástandi, og réðu
gerðum þeirra, en aldrei væri um nein svik eða blekk-
ingar að ræða. Enda gat slíkt ekki átt sér stað um hina
sönnu spámenn, því að reynslan sannaði mál þeirra.
Þannig álítur próf. H. N„ að spámennirnir hafi ýmist
komizt í hið léttara dáleiðsluástand, en svo er það kall-
að, er maðurinn er með fullri meðvitund og heldur vilja
sínum og persónueinkennum óskertum, jafnframt því,
að andinn talar fyrir munn hans, eða hið dýpra, en þá
missir maðurinn sína eigin meðvitund og önnur vera tek-
ur hann algerlega í þjónustu sína. Hið síðara telur
próf. H. N. að hafi verið hið eiginlega spámannsástand,
þótt hann játi, að spámenn ísraels virðast muna allt,
sem fer fram, á meðan þeir eru í leiðslunni.
Eg vil engan dóm leggja á þessa skýringu; er ekki
maður til þess. En allir munu óhikað geta tekið undir