Skírnir - 01.01.1934, Page 57
Skírnir]
Spámenn ísraels.
51
°rð próf. H. N. um boðskap spámannanna í hvaða
ástandi, sem þeir kunna að hafa fengið hann:
,,Hann (boðskapurinn) er talinn koma frá Jahve,
og það eins fyrir því, þótt engill eða andi flytji spámann-
inum hann. Sjálf ritningin skýrir þetta því þann veg, að
spámaðurinn sé „munnur Guðs“. Það er Guð, sem fræð-
ir hann og sendir hann með sinn boðskap til þjóðarinn-
ar; spámaðurinn er það verkfæri, sem Guð notar til þess
að koma opinberun sinni til mannanna. Og með því að
Guðs andi leiðir hann og birtist í orðum hans, er hann
nefndur „andans maður“. Hann kemur því ekki af sjálf-
um sér og það er ekki unnt, að minnsta kosti ekki nema
að litlu leyti, að ala menn upp til spámannsstarfseminn-
ar. Heldur eru honum hæfileikarnir gefnir af Guði og
maður, sem Guð knýr fram, enda er hann nefndur
Guðs maður. Hann stendur í þjónustu Guðs og líf hans
heyrir Guði til í sérstökum skilningi. Hann boðar ráðs-
ályktun Guðs í ræðu og með líkingarfullum athöfnum.
»Hafi drottinn Jahve talað, hver skyldi þá ekki spá“
(Am. 3, 8). Hann verður að virða alla smánan mann-
anna að vettugi, og bjóða byrginn allri hættu. Hversu
bessi köllun tók á spámanninn sjálfan er hvergi betur
lýst en í Jer. 20, 7—10“. — Saga allra spámannanna
sýnir bezt, hvað þeir urðu að líða við að bera þjóðinni
Þann boðskap, er Guð fól þeim.
Þeir voru allir krossberar sannleikans.
Verður nú stuttlega gerð grein fyrir boðskap þeirra
í aðalatriðunum.
II.
1. Guð er einn. Enginn Guð er til, nema hinn eini
sanni Guð.
Spámennirnir boðuðu þau sannindi fyrstir manna.
Fyrir daga þeirra var litið svo á með Israel og öllum
öðrum þjóðum, að til væru margir guðir. Hvert land
atti sinn höfuðþjóðguð. Og hver þjóð markaði ágæti
4*